Verkefnið "Lífeyrisvit" lítur dagsins ljós!

Verkefnið

Að tillögu fræðslunefndar LL verður nú blásið til sóknar í fræðslumálum hjá aldurshópnum 45-55 ára!
Verkefnið "Lífeyrisvit" er á teikniborði nefndarinnar en um er að ræða skipulagðar kynningar á lífeyriskerfinu og málefnum lífeyrissjóða á vinnustöðum, hjá félagasamtökum og fleirum. Hugmyndin er að verkefnið verði í anda Fjármálavits þannig að starfsfólk sjóðanna, og starfsfólk LL, annast kynningarnar en LL munu halda utan um verkefnið. Til að af þessu geti orðið þurfum við liðsinni ykkar! Við ætlum að stilla saman strengi með KICK-OFF fundi þriðjudaginn 8. september kl. 15 og hvetjum ykkur til að mæta og taka þátt. 

Framkvæmdastjórar og skrifstofustjórar hafa þegar fengið upplýsingar um verkefnið sendar.