Fjármálaeftirlitið telur að það standist ekki lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða að meina sjóðfélaga að fela öðrum lífeyrissjóði að ávaxta tilgreinda séreign sína en þeim sjóði sem tekur við iðgjaldi til skyldutryggingar. Þessu eru Samtök atvinnulífsins (SA) og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) ósammála.
Hverjar eru konurnar sem tóku að sér að vera „andlit lífeyrissjóðanna“ í ímyndarauglýsingum sem birst hafa í sjónvarpi og eru áberandi hér á vefnum Lífeyrismál.is? Margir velta því fyrir sér og sjálfsagt er að svara spurningunni – og þótt fyrr hefði verið!
Sjóðfélagar geta ráðstafað sjálfir viðbótariðgjaldinu - það eru stærstu tíðindin
Sjóðfélagar geta ráðstafað sjálfir viðbótariðgjaldinu, alls 3,5%, í séreign. Sú séreign er "tilgreind" og lýtur að ýmsu leiti öðrum lögmálum en annar séreignarsparnaður er þekktur fyrir, segir Þorbjörn Guðmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða.
Tímamótabreyting í lífeyrissjóðakerfinu 1. júlí 2017
Iðgjald atvinnurekenda í lífeyrissjóði fólks á almennum vinnumarkaði hækkar um 1,5% 1. júlí 2017 í samræmi við ákvæði kjarasamninga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins frá því í janúar 2016.
Mestum tíðindum sætir samt að á sama tíma tekur væntanlega gildi breyting sem felur í sér að sjóðfélagar geti valið að setja allt að 3,5% skylduiðgjalds í lífeyrissjóði í séreignarsjóð.