Hækkun á framlagi launagreiðenda 1. júlí

Hækkun á framlagi launagreiðenda 1. júlí

Hækkun á framlagi launagreiðenda í lífeyrissjóð tekur gildi 1. júlí

Framlag launagreiðenda í lífeyrissjóð hækkar um 1,5 prósentustig þann 1. júlí næstkomandi, úr 10% í 11,5%. Þetta er þriðja og síðasta hækkunin á mótframlagi launagreiðenda í lífeyrissjóð samkvæmt samkomulagi Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins frá janúar 2016. Mótframlagið hækkaði um 0,5 prósentustig 1. júlí 2016, 1,5 prósentustig 1. júlí 2017 og svo um 1,5 prósentustig 1. júlí 2018. 

Hækkunin nær til þeirra lífeyrissjóða sem starfa á grundvelli kjarasamnings ASÍ og SA. Skylduiðgjald verður nú samtals 15,5% og skiptist í 4% iðgjald launamanns og 11,5% mótframlag atvinnurekanda. 

Sjóðfélagar geta valið að setja allt í samtryggingu eða hluta í tilgreinda séreign. Nánari upplýsingar hjá ráðgjöfum lífeyrissjóðanna.

Allir lífeyrissjóðir

 Ávöxtun séreignarleiða lífeyrissjóðanna