Fréttir og á döfinni

Óviðunandi tekjuskerðing í lífeyriskerfinu

Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða tjáir sig um tekjutengingar og háa skattbyrði eldri borgara.
readMoreNews

Skipting ellilífeyrisréttinda

Skipting ellilífeyrisréttinda rædd á hádegisfræðslufundi Fræðslunefnd LL stendur reglulega fyrir hádegisfræðslufundum fyrir starsmenn og stjórnarmenn lífeyrissjóða þar sem farið er yfir ýmis mál sem eru í brennidepli á hverjum tíma og er nú komið að skiptingu ellilífeyrisréttinda. Fræðslufundir um …
readMoreNews

"Áhættustýring lífeyrissjóða - aðlögun að nýju regluverki"

Hádegisfræðsla fræðslunefndar LL á Grandhóteli 28. febrúar. Agni Ásgeirsson, forstöðumaður áhættustýringar hjá LSR og formaður áhættunefndar LL flytur erindi sem ber yfirskriftina "Áhættustýring lífeyrissjóða - aðlögun að nýju regluverki".
readMoreNews

Sjóðsöfnun eða gegnumstreymi? Kostir og gallar

„Íslendingar eru komnir allra þjóða lengst í því að byggja upp lífeyriskerfi sjóðsöfnunar þar sem miðað er við að hver kynslóð leggi til hliðar á starfsævinni til efri áranna. Til þessa er horft, enda fetum við þá braut sem Efnahags- og framfarastofnunin – OECD og Alþjóðabankinn mæla eindregið með í ljósi þess að samfélög, fyrirtæki og efnahagskerfi ríkja ráða ekki við það til lengdar að fjármagna eftirlaun með sköttum að mestu eða öllu leyti í svokölluðu gegnumstreymiskerfi.
readMoreNews

Farið ofan í kjölinn á lífeyrismálunum á Dokkufundi

Þórey S. Þórðardóttir og Rakel Fleckenstein Björnsdóttir, starfsmenn Landssamtaka lífeyrissjóða, héldu nýverið kynningu á lífeyrissjóðakerfinu fyrir félagsmenn Dokkunnar. Var fundurinn vel sóttur og ekki laust gaman að sjá að mikil vakning er að verða og fólk er farið að láta sig lífeyrismálin máli skipta í meira magni en áður.
readMoreNews

Ráðstefnan "Fjárfestu í sjálfum þér - lykill að farsælum efri árum"

Öldrunarráð Íslands og LEB Landssamband eldri borgara standa fyrir ráðstefnu á Grandhóteli á morgun 7. febrúar.
readMoreNews

Félagsmálaskólinn stendur fyrir undirbúningsnámskeiði fyrir stjórnarmenn í lífeyrissjóðum vegna hæfismats FME

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að undirbúa stjórnarmenn í lífeyrissjóðum undir þá þætti í starfsemi lífeyrissjóðanna sem FME hefur tekið mið af í mati sínu.
readMoreNews

Eru lífeyrismálin leiðinleg eða nauðsynleg? Hvað þarft þú að vita?

Fimmtudaginn 31. janúar munu Landssamtök lífeyrissjóða kynna lífeyrissjóðakerfið á Dokkufundi. Dokkufundir eru fundaröð á vegum Dokkunnar, þekkingar- og tengslanets, þar sem reynsluboltar miðla þekkingu og reynslu á sínu fagsviði og ætlaðir eru meðlimum Dokkunnar. Starfsmönnum og stjórnarmönnum lífeyrissjóða er boðin þátttaka í fundinum sem hefst kl. 8:30.
readMoreNews

Fjárfestar rýna og ræða heimsmarkmið SÞ

Heimsmarkmiðin eru framkvæmdaáætlun í þágu mannkynsins, jarðarinnar og hagsældar.
readMoreNews

Fimmtugsafmæli lífeyrissjóðakerfisins fagnað í vor

Stofnun lífeyrissjóðanna ein best heppnaða efnahagsaðgerð 20. aldar á Íslandi.
readMoreNews