Netfréttabréf Lífeyrismál.is

Aðalfundur Landssamtaka lífeyrissjóða 2018

Nýr formaður Landssamtaka lífeyrissjóða er Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins - LSR, er varaformaður.
readMoreNews

Málþing þar sem lífeyrismál verða skoðuð í alþjóðlegu samhengi

Landssamtök lífeyrissjóða standa fyrir málþingi um ýmis viðmið og reglur af vettvangi Evrópusambandsins/EES-svæðisins og Alþjóðabankans er varða þróun lífeyriskerfa. Málin verða skoðuð og rædd með tilliti til íslenskra aðstæðna. Þingið verður haldið á Icelandair Hótel Reykjavík Natura á morgun 1. febrúar kl. 9:30-12:00. Skráning á Lífeyrismál.is.
readMoreNews

Undirbúningsnámskeið vegna hæfismats FME

Næsta undirbúningsnámskeið vegna hæfismats FME verður haldið 8. - 25. maí nk. Síðasti skráningardagur er 25. apríl og fer skráning fram á "mínar síður" á heimasíðu Félagsmálaskóla alþýðu.
readMoreNews

„Áhyggjulaust ævikvöld“ er markmið en ekki draumsýn

Viðtal Lífeyrismála við Ólaf Sigurðsson, framkvæmdastjóra Birtu lífeyrissjóðs um Alþjóðabankann og lífeyrissjóðakerfið. Ólafur verður einn frummælenda á málþingi Landssamtaka lífeyrissjóða á Reykjavík Natura 1. febrúar nk.
readMoreNews

Nýjar hagtölur lífeyrissjóða

Lífeyrisgreiðslur vaxa stöðugt, sjóðfélögum og lífeyrisþegum fjölgar og hlutfall kostnaðar fer lækkandi. Hagtölur lífeyrissjóða eru yfirfarnar og birtar uppfærðar hvert haust á Lífeyrismál.is.
readMoreNews

Lífeyrissjóðakerfið á dagskrá fræðslustunda ASÍ í framhaldsskólum

Fræðslu um lífeyrissjóðakerfið verður nú bætt við fræðslustundir ASÍ í framhaldsskólum landsins með glænýju og skemmtilegu kynningarmyndbandi Landssamtaka lífeyrissjóða.
readMoreNews

Fjármálavit verður ekki í askana látið

„Það var frábært að fá lífeyrissjóðina með í Fjármálavit og gefur verkefninu í senn nýja vídd og aukinn byr undir vængi."
readMoreNews

Lengsta hagvaxtarskeið sögunnar lengist enn

„Staðreyndin er sú að undanfarin ár hafa verið frábær og einstök. Meðallaun í landinu hækkuðu á tveimur árum um 20-30% og Íslandsmet var slegið í kaupmáttaraukningu...."
readMoreNews

Búðarlokan sem rakst illa í flokki en varði Alþingi í fúleggjadrífu

Út er komin ævisaga Guðmundar H. Garðarssonar -Maður nýrra tíma - en Guðmundur kynnti sér kornungur lífeyrismál í Bretlandi og barðist fyrir umbótum á því sviði hérlendis. Guðmundur H. Garðarsson í skemmtilegu viðtali á Lífeyrismál.is.
readMoreNews

Málstofa: Ellilífeyriskerfi Belgíu í Lögbergi - 101

Háskóli Íslands, Landssamband eldri borgara og Landssamtök lífeyrissjóða standa að málstofu í Lögbergi um ellilífeyriskerfi Belgíu föstudaginn 24. nóvember kl. 13:30 - 15:00. Dr. Hans Peeters, sérfræðingur í lífeyrismálum hjá Belgian Federal Planning og Jay Schols flytja erindi. Stefán Halldórsson, verkefnastjóri hjá LL flytur erindi um íslenska lífeyriskerfið og lærdóm af erindum Belganna. Málstofustjóri er Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. Allir velkomnir.
readMoreNews