Netfréttabréf Lífeyrismál.is

Lífeyrissjóðir stuðla að því að lækka langtímavexti

Því er oft haldið fram að vegna ávöxtunarviðmiðs lífeyrissjóðanna séu vextir háir á Íslandi. Þetta byggir á misskilningi en fullyrða má að sjóðirnir hafi gegnt lykilhlutverki í að efla sparnað og stuðla að lækkun langtímavaxta á markaði með kaupum á markaðsskuldabréfum og lánum til sjóðfélaga. Það sést best þegar kjör á lánum til húsnæðiskaupa eru borin saman. Vextir sem lífeyrissjóðirnir bjóða sínum sjóðfélögum á slíkum lánum eru þeir lægstu á markaðinum í dag.
readMoreNews

Birgitta Braun rak sig hastarlega á að „kerfin tala ekki saman“

Fjöldi fólks flytur til Íslands erlendis frá og Íslendingar fara utan og setjast að. Ástæða er til að kynna sér vel regluverk og kerfi almannatrygginga og lífeyrismála í nýju búsetulandi. Það getur nefnilega komið til umtalsverður munur á túlkun og/eða framkvæmd mála. Lífeyrismál.is bregða upp einu slíku sem er í senn bæði nístandi og átakanlegt.
readMoreNews

Lífeyrissjóðirnir gengu til liðs við verkefnið Fjármálavit í vor

Öllum 10. bekkjum í grunnskólum landsins er boðið að fá heimsókn Fjármálavits. Nemendur leysa verkefni og spjalla um fjármál og eru heimsóknirnar skólunum að kostnaðarlausu. Lífeyrissjóðirnir taka nú í fyrsta skipti þátt í verkefninu og ríkir mikil tilhlökkun meðal starfsfólks sjóðanna.
readMoreNews

Einyrkjar hafa meira frelsi en launafólk

Einyrkjar (sjálfstætt starfandi fólk) hafa mun meira val en launþegar um að velja sér lífeyrissjóð og hve mikið þeir greiða í lífeyrissjóð. Hver er réttindastaða einyrkja gagnvart lífeyrissjóðum og hvernig er hún frábrugðin stöðu launamanns? Á Lífeyrismál.is er leitast við að svara því og meðal annars byggt á samtali við Arnald Loftsson, framkvæmdastjóra Frjálsa lífeyrissjóðsins, sem segir einyrkja hafa tilhneigingu til þess að reikna sér lág laun.
readMoreNews

Nýr framkvæmdastóri Stapa lífeyrissjóðs

Jóhann Steinar Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs. Hann tekur við starfinu af Inga Björnssyni sem hefur látið af störfum fyrir sjóðinn.
readMoreNews
Þorbjörn Guðmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða.

Sjóðfélagar geta ráðstafað sjálfir viðbótariðgjaldinu - það eru stærstu tíðindin

Sjóðfélagar geta ráðstafað sjálfir viðbótariðgjaldinu, alls 3,5%, í séreign. Sú séreign er "tilgreind" og lýtur að ýmsu leiti öðrum lögmálum en annar séreignarsparnaður er þekktur fyrir, segir Þorbjörn Guðmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða.
readMoreNews

Tímamótabreyting í lífeyrissjóðakerfinu 1. júlí 2017

Iðgjald atvinnurekenda í lífeyrissjóði fólks á almennum vinnumarkaði hækkar um 1,5% 1. júlí 2017 í samræmi við ákvæði kjarasamninga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins frá því í janúar 2016. Mestum tíðindum sætir samt að á sama tíma tekur væntanlega gildi breyting sem felur í sér að sjóðfélagar geti valið að setja allt að 3,5% skylduiðgjalds í lífeyrissjóði í séreignarsjóð.
readMoreNews