Netfréttabréf Lífeyrismál.is

Hækkun á framlagi launagreiðenda 1. júlí

Framlag launagreiðenda í lífeyrissjóð hækkar um 1,5 prósentustig 1. júlí og verður þá samtals 15,5,%.
readMoreNews

Ávöxtun ársins 2017 var góð og tryggingafræðileg staða batnað

Tryggingafræðileg staða samtryggingardeilda lífeyrissjóða hefur batnað milli ára.
readMoreNews

Erfiður hjalli að minnka við sig húsnæði

Ari Skúlason, hagfræðingur í Landsbankanum, flutti á aðalfundi Landssamtaka lífeyrissjóða í maí sl. áhugavert erindi sem bar yfirskriftina „Er eldra fólk unglingar nútímans?". Í viðtali við Lífeyrismál.is kemur Ari víða við og segist meðal annars óþægilega oft verða var við það að fólk veit lítið um lífeyrisréttindi sín og stöðu þegar starfsferli lýkur.
readMoreNews

Lífeyrismál.is og ný persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins (GDPR)

Fréttabréf Lífeyrismála.is berst þér vegna þess að nafn þitt er á póstlistanum okkar. Við sendum fréttabréfið til að koma áleiðis áhugaverðum fréttum, greinum og viðtölum við fólk í leik og starfi sem tengjast lífeyrismálum sem og upplýsingum um málþing, ráðstefnur og aðra viðburði sem tengjast Landssamtökum lífeyrissjóða. Við viljum gjarnan halda áfram að senda þér fréttabréfið en ef þú vilt taka þig af listanum geturðu hvenær sem er gert það með því að smella á hlekkinn „unsuscribe from this list" neðst í fréttabréfinu.
readMoreNews

Ávöxtun allra leiða séreignarsparnaðar

Á Lífeyrismál.is má finna töflu sem sýnir samanburð á nafnávöxtun séreignar og eignasamsetningu að baki mismunandi sparnaðarleiðum lífeyrissjóðanna. Um er ræða meðalávöxtun yfir 5 eða 10 ár af blönduðum söfnum, innlánasöfnum og skuldabréfasöfnum.
readMoreNews

Tvær konur gegna æðstu forystustörfum lífeyrissjóðakerfis landsmanna

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, tók í dag við formennsku stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða. Guðrún er fyrsta konan í formannsstóli Landssamtaka lífeyrissjóða frá því þau voru stofnuð 18. desember 1998. Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða frá 2011 er Þórey S. Þórðardóttir. Í fyrsta sinn gegna því konur báðum æðstu forystustörfum lífeyrissjóðakerfis landsmanna.
readMoreNews

Aðalfundur Landssamtaka lífeyrissjóða 2018

Nýr formaður Landssamtaka lífeyrissjóða er Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins - LSR, er varaformaður.
readMoreNews

Málþing þar sem lífeyrismál verða skoðuð í alþjóðlegu samhengi

Landssamtök lífeyrissjóða standa fyrir málþingi um ýmis viðmið og reglur af vettvangi Evrópusambandsins/EES-svæðisins og Alþjóðabankans er varða þróun lífeyriskerfa. Málin verða skoðuð og rædd með tilliti til íslenskra aðstæðna. Þingið verður haldið á Icelandair Hótel Reykjavík Natura á morgun 1. febrúar kl. 9:30-12:00. Skráning á Lífeyrismál.is.
readMoreNews

Undirbúningsnámskeið vegna hæfismats FME

Næsta undirbúningsnámskeið vegna hæfismats FME verður haldið 8. - 25. maí nk. Síðasti skráningardagur er 25. apríl og fer skráning fram á "mínar síður" á heimasíðu Félagsmálaskóla alþýðu.
readMoreNews

„Áhyggjulaust ævikvöld“ er markmið en ekki draumsýn

Viðtal Lífeyrismála við Ólaf Sigurðsson, framkvæmdastjóra Birtu lífeyrissjóðs um Alþjóðabankann og lífeyrissjóðakerfið. Ólafur verður einn frummælenda á málþingi Landssamtaka lífeyrissjóða á Reykjavík Natura 1. febrúar nk.
readMoreNews