„Íslendingar eru komnir allra þjóða lengst í því að byggja upp lífeyriskerfi sjóðsöfnunar þar sem miðað er við að hver kynslóð leggi til hliðar á starfsævinni til efri áranna. Til þessa er horft, enda fetum við þá braut sem Efnahags- og framfarastofnunin – OECD og Alþjóðabankinn mæla eindregið með í ljósi þess að samfélög, fyrirtæki og efnahagskerfi ríkja ráða ekki við það til lengdar að fjármagna eftirlaun með sköttum að mestu eða öllu leyti í svokölluðu gegnumstreymiskerfi.
Stjórnarhættir lífeyrissjóða ættu að vera öðrum til fyrirmyndar
Dr. Eyþór Ívar Jónsson, stofnandi Rannsóknarmiðstöðvar í stjórnarháttum, segir að lífeyrissjóðir eigi að taka af skarið og vera fyrirmyndir um góða stjórnarhætti, enda áhrifamiklir og öflugir fjárfestar.
Ari Skúlason, hagfræðingur í Landsbankanum, flutti á aðalfundi Landssamtaka lífeyrissjóða í maí sl. áhugavert erindi sem bar yfirskriftina „Er eldra fólk unglingar nútímans?". Í viðtali við Lífeyrismál.is kemur Ari víða við og segist meðal annars óþægilega oft verða var við það að fólk veit lítið um lífeyrisréttindi sín og stöðu þegar starfsferli lýkur.
Lífeyrismál.is og ný persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins (GDPR)
Fréttabréf Lífeyrismála.is berst þér vegna þess að nafn þitt er á póstlistanum okkar. Við sendum fréttabréfið til að koma áleiðis áhugaverðum fréttum, greinum og viðtölum við fólk í leik og starfi sem tengjast lífeyrismálum sem og upplýsingum um málþing, ráðstefnur og aðra viðburði sem tengjast Landssamtökum lífeyrissjóða. Við viljum gjarnan halda áfram að senda þér fréttabréfið en ef þú vilt taka þig af listanum geturðu hvenær sem er gert það með því að smella á hlekkinn „unsuscribe from this list" neðst í fréttabréfinu.
Á Lífeyrismál.is má finna töflu sem sýnir samanburð á nafnávöxtun séreignar og eignasamsetningu að baki mismunandi sparnaðarleiðum lífeyrissjóðanna. Um er ræða meðalávöxtun yfir 5 eða 10 ár af blönduðum söfnum, innlánasöfnum og skuldabréfasöfnum.