Breytingar á lögum sem varða útreikning á ellilífeyri frá TR

Séreign innan skyldubundins iðgjalds mun hafa áhrif á útreikning á ellilífeyri almannatrygginga frá 1. janúar 2023

Alþingi hefur samþykkt lagabreytingu sem leiðir til þess að séreign sem myndast innan skyldubundins iðgjalds skv. l. nr. 129/1997 mun hafa áhrif á útreikning ellilífeyrisréttinda frá TR frá og með 1. janúar 2023.  

Engin breyting varðandi viðbótarlífeyrissparnað

Viðbótarlífeyrissparnaður sem takmarkast við 2% eða 4% framlag sjóðfélaga og 2% mótframlag launagreiðanda hefur sem fyrr ekki áhrif á útreikning ellilífeyris frá TR.

Ítarlegt spurt og svarað varðandi lagabreytingarnar má finna á heimasíðu Tryggingastofnunnar tr.is

Breytingar á lögum nr. 129/1997