Ísland hluti af alþjóðlegri lífeyrisvísitölu í fyrsta sinn

Alþjóðleg vísitala sem metur lífeyriskerfi mismunandi landa

Ísland er nú í fyrsta sinn meðal þeirra landa sem tekur þátt í alþjóðlegri lífeyrisvísitölu Mercer-CFA Institute. Vísitalan metur heildarlífeyriskerfi mismunandi landa og í ár taka 43 lönd þátt í vísitölunni. 

Með þátttöku Íslands í vísitölunni gefst tækifæri til að fá staðlaðan samanburð á íslenska lífeyriskerfinu við önnur lönd, þar á meðal öll Norðurlöndin en þau hafa verið þátttakendur undanfarin ár.

Fjarfundur opin öllum áhugasömum 

Niðurstöður verða kynntar á fjarfundi (e. webinar) þriðjudaginn 19. október kl. 9.00 og geta allir áhugasamir skráð sig. 

Smelltu á þennan hlekk til þess að skrá þig

Mercer er ráðgjafafyrirtæki sem stendur fyrir útgáfu vísitölunnar í samstarfi við eftirfarandi stofnanir:

  • CFA Institute sem er óhagnaðardrifin samtök fjárfesta um ábyrgar fjárfestingar.
  • Monash Centre for Financial Studies (MCFS) sem er stofnun innan Monash háskólans í Melbourne.
  • Alþjóðleg ráðgjafanefnd sérfræðinga undir forystu MCFS tryggir sjálfstæði og hlutleysi við mat á lífeyriskerfum mismunandi landa. 

Í vísitölunni taka þátt 43 lönd úr öllum heimsálfum. Norðurlöndin taka öll þátt í vísitölunni og gefst nú Íslandi tækifæri til að bera sig saman við þau ásamt fjölmörgum öðrum löndum innan Evrópu og víðar. 

Nægjanleiki, sjálfbærni og traust eru grunnþættir vísitölunnar

Niðurstöðurnar byggja að mestu á opinberum gögnum frá OECD og Eurostat en einnig er rætt við sérfræðinga í hverju landi til að fá sem gleggsta mynd af lífeyriskerfum landanna.

Á síðasta ári voru Danmörk og Holland einu löndin sem fengu A einkunn. A einkunn segir til um að lífeyriskerfið innan landsins sé fyrsta flokks, greiði góðan lífeyri, sé sjálfbært til langs tíma og að kerfið njóti trausts. Norðurlöndin utan Danmerkur fengu B einkunn á síðasta ár. 

Áhugasamir eru hvattir til þess að skrá sig á kynninguna sem er opin öllum og fer fram 19. október kl. 9.00 - sjá upplýsingar hér fyrir ofan. 

Viltu fylgjast með
og fá fréttabréfið okkar?
Netfangið þitt