Er móða á kynjagleraugunum?

Málstofa á vegum Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands föstudaginn 29. október kl. 15.00 - 16.45.

Í málstofunni verða kynntar rannsóknir um forystu kvenna hér á landi og fjárfestingar með kynjagleraugum. Fjárfestar og þátttakendur á markaði gera í vaxandi mæli kröfu um að fjárfest sé með samfélagslega ábyrgum hætti og hafa ábyrgar fjárfestingar vaxið um 40% á alþjóðavísu á hverju ári frá árinu 2016.

Það er ekki aðeins mikilvægt að horfa til kynjahlutfalla meðal stjórnenda út frá réttlætis- og mannréttinda sjónarmiðum, heldur jafnframt út frá fjárhags- og efnahagslegu mikilvægi þess að hafa kynjajafnvægi í æðsta lagi fyrirtækja, bæði í stjórn og framkvæmdastjórn.

Þá hafa rannsóknir sýnt að fyrirtæki með jafnari kynjahlutföll meðal stjórnenda skila almennt meiri hagnaði heldur en fyrirtæki þar sem ekki er gætt að kynjajafnvægi.

Nánari upplýsingar um málstofuna má finna hér

Málstofustjóri er Gylfi Dalmann Aðalsteinsson.

Viltu fylgjast með
og fá fréttabréfið okkar?
Netfangið þitt