Fleiri þurfa að vinna til að standa undir ellilífeyri

Í grein sem birtist í Morgunblaðinu 13. ágúst sl. er fjallað um hlut­falls­lega fjölg­un eldra fólks á Íslandi og rætt við Ástu Ásgeirsdóttur hagfræðing hjá LL.

Margvísleg efnahagsleg áhrif af breyttri samsetningu þjóðarinnar

Fram kemur að hlut­fall ein­stak­linga á vinnualdri (16-66 ára) fyr­ir hvern ein­stak­ling á eft­ir­launa­aldri (67 ára og eldri) hafi lækkað úr 6,36 árið 2000 í 5,19 í byrj­un þessa árs.  Gert er ráð fyr­ir að það lækki áfram og verði komið í 4,38 árið 2030, að teknu til­liti til mann­fjölda­spár Hag­stof­unn­ar. Munu þá vera tveimur færri á vinnumarkaði að baki hverj­um 67 ára og eldri en var árið 2000. Fjölgun ellilífeyrisþega mun hafa margvísleg efnahagsleg áhrif og skapa eftirspurn eftir breyttri þjónustu í framtíðinni. 

Haft er eftir Ástu að;

„Fyr­ir al­manna­trygg­inga­kerfið og skatt­kerfið í heild skipt­ir máli að skatt­stofn­inn drag­ist ekki sam­an af því að mun færri séu á vinnu­markaði. Í grunninn þarf að fá fleiri 67 ára og eldri til að vera lengur á vinnumarkaði. Það verkefni er viðvarandi hjá mörgum löndum. Ísland er frekar vel sett af því að Íslendingar vinna almennt lengur en aðrar þjóðir. Þannig að margir vinna fram yfir 67 ára aldur". 

 
Í greininni er einnig rætt um fleiri hagtölur tengdar líferyissjóðunum, m.a. um íbúðalán sjóðanna og breytingar á eignum á fyrri hluta árs 2022.
 
Greinina má nálgast hér.

 

Á Lífeyrismál.is má sjá helstu hagtölur lífeyrissjóða undir Tölur og gögn.

 

Viltu fylgjast með
og fá fréttabréfið okkar?
Netfangið þitt