Nýtt merki Landssamtaka lífeyrissjóða

Nýtt merki Landssamtaka lífeyrissjóða

Nýtt merki Landssamtaka lífeyrissjóða

Landssamtök lífeyrissjóða hafa fengið nýtt merki/logo sem verður einkenni samtakanna héðan í frá samkvæmt ákvörðun stjórnar þeirra í fyrri viku. Höfundur merkisins er Þórhallur Kristjánsson, grafískur hönnuður sem á og rekur fyrirtækið Effekt á Akureyri.

Merkið hannaði Þórhallur upphaflega fyrir Lífeyrisgáttina og Lífeyrismál, sem hvoru tveggja er á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða. Merkið vandist strax vel, enda vel hannað í viðeigandi anda lífeyrissjóða. Ákveðið var því að stíga skrefið til fulls og taka merkið góða upp fyrir sjálf heildarsamtökin líka. Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri, greindi frá þessu við upphafi ársfundar Landssamtaka lífeyrissjóða í Hörpu 28. maí sl.

Aðalfundarstörfin voru annars hefðbundin og tíðindalítil sem slík. Kjörtímabil þriggja stjórnarmanna og eins varamanns var útrunnið. Uppstillingarnefnd lagði til að öll fjögur yrðu endurkjörin og var það samþykkt samhljóða.

Sjá frétt frá aðalfundi 2019