,,Örsaga af uppgjörskröfu"

,,Lífeyrissjóðir, uppgjörskrafa og lágvaxtaumhverfi eru hugtök sem heyrst hafa ítrekað undanfarin misseri og í raun mun lengur en það ef vel er að gáð,, 

Fyrr í sumar skrifaði Snædísi Ögn Flosadóttur framkvæmdastjóra EFÍA og LSBÍ grein sem birtist í Viðskiptablaðinu sem nefnist ,,Örsaga af uppgjörskröfu og árangri lífeyrissjóða”

Í greininni fjallar Snædís m.a. um lækkandi vexti og umræður sem skapast vegna þess á afkomu lífeyris landsmanna. 

Þá ræður hún um fjárfestingarstefnur lífeyrissjóðanna í þátíð og nútíð og fer yfir þróun á eignasafni lífeyrissjóðana frá 1998 til ársins 2020. En síðustu misseri hafa orðið verulegar breytingar á áherslum lífeyrissjóða í fjárfestingum meðal annars hafa sjóðirnir aukið við sig í erlendum fjárfestingum, sérhæfðari fjárfestingum og innviðafjárfestingum. Snædís bendir á að aukin dreifni eignasafna ætti að vera skref til bóta sem eigi eftir að skila sjóðfélögum ábata á sama tíma og stuðlað er að uppbyggingu samfélagsins. 

Í greininni útskýrir Snædís jafnframt tryggingafræðilegt mat og uppgjörskröfu lífeyrissjóðanna og í hverju hún felst. 

Viltu fylgjast með
og fá fréttabréfið okkar?
Netfangið þitt