Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur staðfest samþykktir Brúar og er því sameining Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar við Brú lífeyrissjóð orðin að veruleika. Sjá nánar frétt á heimasíðu Brúar.
Landssamtökin óska Lífeyrissjóði starfsmanna Akureyrarbæjar og Brú lífeyrissjóði til hamingju með sameininguna. Með samrunanum fækkar starfandi lífeyrissjóðum á Íslandi og eru þeir nú 19.