Straumar og stefnur í fjárfestingarumhverfi lífeyrissjóða

Straumar og stefnur í fjárfestingarumhverfi lífeyrissjóða

Straumar og stefnur í fjárfestingarumhverfi lífeyrissjóða

- ábyrgar fjárfestingar, eigendahlutverk og langtímasýn - 
 

Landssamtök lífeyrissjóða boða til fundar um áskoranir í fjárfestingarstarfsemi lífeyrissjóða í tengslum við áherslur á ábyrgar fjárfestingar, áhættustýringu og auknar kröfur varðandi eigendahlutverk lífeyrissjóða og stofnanafjárfesta almennt. 

Hvenær:     Þriðjudagurinn 5. nóvember 2019, klukkan 14:30 til 16:00.
Hvar:          Í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík.
Skráning:  Fundurinn er öllum opinn. Skráning á Lífeyrismál.is.

Dagskrá

14:30 til 15:30 - Erindi framsögumanna:

  • Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða setur fundinn.
  • Hrund Gunnsteinsdóttir: Að skynja tíðarandann – heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna  og langtímahugsun.
  • Dr. Lára Jóhannsdóttir: „Ekki er allt gull sem glóir“ - Kerfislæg áhætta og fjárfestingar.
  • Tómas N. Möller: „Ábyrgar fjárfestingar og hlutverk lífeyrissjóða“

15:30 til 16:00 – Umræður og spurningar úr sal

  • Fundarstjóri og umræðustjóri er Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. 

Um fyrirlesara:

Hrund Gunnsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Festu – miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð. Hún hefur víðtæka ráðgjafa- og stjórnunarreynslu, bæði á Íslandi og alþjóðlega, m.a. á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaefnahagsráðsins. Hrund er fyrrverandi formaður Tækniþróunarsjóðs og hefur komið að samfélagslegu frumkvöðlastarfi og nýsköpun á Íslandi og erlendis. Hrund er með MSc gráðu í þróunarfræðum frá London School of Economics, diplómagráðu frá Harvard Kennedy School í leiðtogafræðum og opinberri stjórnsýslu, er Yale World Fellow, auk þess að hafa stundað leiðtoga- og stjórnendanám við Yaleháskóla, Stanford og Oxford Saïd Business School. 

Dr. Lára Jóhannsdóttir, er prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Viðskiptadeild Háskóla Íslands. Hún er með doktorspróf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu (með láði) í alþjóðlegri stjórnun frá Thunderbird School of Global Management. Rannsóknir Láru snúa í víðum skilningi að fyrirtækjum, sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð þeirra, sér í lagi hlutverki fjármálafyrirtækja á því sviði, ábyrgum fjárfestingum, umhverfis- og loftslagsmálum sem og að norðurskautsmálum. Lára hefur einnig víðtæka starfsreynslu úr atvinnulífinu en hún starfaði innan vátryggingageirans í 14 ár (1992-2006) og sat í stjórn LSBÍ frá 2011-2019. 

Tómas Njáll Möller er yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Hann situr í nefnd Landssamtaka lífeyrissjóða um fjárfestingarumhverfi lífeyrissjóða og er fulltrú samtakana gagnvart PensionsEurope. Tómas hefur starfað í fjármálaráðuneytinu, sendiráði Íslands í Brussel, hjá Landsbanka Íslands og á vettvangi lífeyrissjóða. Starfsreynsla og menntun lýtur m.a. að fjárfestingarstarfsemi, stjórnarsetu, stjórnarháttum, ábyrgum fjárfestingum og umboðsskyldu stofnanafjárfesta.

Skráning á Lífeyrismál.is