Hvað gerir áhættunefnd LL?

Hvað gerir áhættunefnd LL?

Hádegisfræðsla 6. des. kl. 12.00 um störf áhættunefndar. 

Rebekka Ólafsdóttir formaður áhættunefndar LL greinir frá hlutverki og áherslum í störfum nefndarinnar. Áhættunefnd er ein af fimm nefndum sem starfa innan LL en nefndarstarf er mjög mikilvægt í starfsemi LL.  Auk áhættunefndar er starfandi fræðslunefnd, samskiptanefnd, réttindanefnd og nefnd um fjárfestingarumhverfi lífeyrissjóða og voru störf þeirrar nefndar kynnt í lok okt sl.  Kynningar frá fleiri nefndum eru á dagskrá síðar í vetur og verða kynntar í mánaðarpóstum.

Hvernig gagnast nefndarstarfið áhættustjórum?

Rebekka mun í kynningunni fara yfir hvernig nefndarstarfið gagnast áhættustjórum sem starfa hjá lífeyrissjóðum. Áhættunefnd er m.a. vettvangur til þess að koma á framfæri faglegum sjónarmiðum í tengslum við breytingar á lögum er varða eftirlitskerfi og áhættu í starfsemi lífeyrissjóða. Í nefndinn er til að mynda fjallað um samskipti og gagnaskil til eftirlitsstofnana, hvernig hægt sé að auðvelda samanburð á upplýsingum um sjálfbærnimál og forsendur og aðferðafræði í tryggingafræðilegu uppgjöri sjóðanna rýnd.

Skráning 6. des. kl. 12.00