Birta lífeyrissjóður tekur formlega til starfa

Birta lífeyrissjóður tekur formlega til starfa

Birta lífeyrissjóður varð til við sam­ein­ingu Sam­einaða líf­eyr­is­sjóðsins og Stafa líf­eyr­is­sjóðs. Sjóðurinn tók formlega til starfa í dag 1. desember. Sam­ein­ing­in var samþykkt ein­róma á auka­árs­fund­um beggja sjóða og síðan staðfest á stofn­fundi Birtu 29. sept­em­ber síðastliðinn.

Birta er fjórði stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins með yfir 18.000 virka sjóðfé­laga og hreina eign sem nem­ur um 310 millj­örðum króna. Birta líf­eyr­is­sjóður er til húsa í Sunda­görðum 2 í Reykja­vík, þar sem Sam­einaði líf­eyr­is­sjóður­inn hafði aðset­ur. Vefsíða Birtu lífeyrissjóðs er www.birta.is.

Stofn­un Birtu líf­eyr­is­sjóðs er liður í hagræðingu sem átt hef­ur sér stað í líf­eyri­s­kerfi lands­manna und­an­far­in ár og miðar að því að styrkja innviði sjóðanna svo þeir geti haldið áfram að mæta aukn­um kröf­um og veita betri þjón­ustu án viðbót­ar­kostnaðar.