Hádegisfræðsla fræðslunefndar LL - embætti umboðsmanns skuldara

Hádegisfræðsla fræðslunefndar LL - embætti umboðsmanns skuldara

Hádegisfræðsla fræðslunefndar LL

Sara Jasonardóttir, verkefnisstjóri fræðslu og kynningarmála hjá embætti umboðsmanns skuldara, hélt mjög svo áhugaverða kynningu fyrir starfsfólk og stjórnarmenn lífeyrissjóða miðvikudaginn 31. október. Kynningin er liður í hádegisfræðsluröð fræðslunefndar LL.

Sara fór þar yfir stöðu mála hjá embættinu, þróun umsóknarfjölda og greiningu á þeim hópi sem til embættisins leitar. Auk þess fór hún yfir þá þjónustu og þau úrræði sem embættið hefur uppá að bjóða.