Fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða - málstofa fimmtudaginn 4. desember 2025 á Hilton Reykjavík Nordica

Málstofan er verkefni fjármála-og efnahagsráðuneytis, LL og Seðlabanka Íslands, sem liður í undirbúningi lagafrumvarps um fjárfestingarheimildir. Talsvert hefur verið rætt um nauðsyn þess að endurskoða fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða. Núverandi lagaumgjörð byggist á skynsemisreglum og á sama tíma fjölda magnbundinna takmarkana. Á þingmálaskrá yfirstandandi löggjafarþings er gert ráð fyrir því að lagt verði fram lagafrumvarp í mars 2026 til breytinga á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997 (fjárfestingarheimildir o.fl.). Til að vel takist til er mikilvægt að haft verði víðtækt samráð við haghafa, s.s. aðila vinnumarkaðarins og helstu sérfræðinga lífeyrissjóðakerfisins. 

 

Stund: Fimmtudagur 4. desember 2025, kl. 9:00-11:00.
Húsið opnar kl. 8:30 með morgunkaffi.
Staður: Hilton Reykjavík Nordica