Lífeyrisvit - góðar viðtökur

Lífeyrisvit - komið í loftið

Lífeyrisviti hefur nú verið ýtt úr vör en verkefnið er afrakstur fræðslunefndar LL og annarra starfsmanna lífeyrissjóða sem tóku það m.a. að sér að leggja lið við gerð glærukynningar. Einnig var haldin frumkynning fyrir hóp mannauðsstjóra í samstarfi við Stjórnvísi og bárust í kjölfarið afar gagnlegar ábendingar frá þeim. Kynningar undir merkjum Lífeyrisvits eru almennar en þar er lögð áhersla á að einstaklingar leiti sér ráðgjafar hjá sínum lífeyrissjóði. 

Síðast liðið haust voru haldnar kynningar fyrir félaga VR og á vegum Dokkunar sem er þekkingar- og tengslanet fyrir stjórnendur. Í janúar var haldin kynning fyrir Mannauð, félag mannauðsfólks á Íslandi, sem yfir tvö hundruð manns hlýddu á. Upptakan er aðgengileg á facebook síðu félagsins og hefur henni verið deilt á workplace síðum fyrirtækja og stofnana. 

Fyrirhugað er að taka upp kynningu á Lífeyrisviti til að eiga á Youtube rás LL sem vonandi nýtist nú á tímum heimsfaraldursins og þar til unnt verður að fara í fyrirtækjaheimsóknir. 

Einnig eru í vinnslu myndbönd sem ætluð eru til að vekja athygli á líeyrismálum og er áherslan á tvo markhópa  45+ og 25+ . Lífeyrissjóðum og öllum sem áhuga hafa á málinu er frjálst að nýta myndböndin í kynningarskyni.

Gerðar hafa verið lítilsháttar breytingar á vef LL Lífeyrismál og bætt við valmöguleikanum Fræðsla. Þar er unnt að nálgast ýmsilegt fræðsluefni og hægt er að panta kynningu á Lífeyrisviti. Miðað er við að pantað sé fyrir hópa þar sem eru10 manns eða fleiri. 

Opnar kynningar 

Þegar aðstæður leyfa munu LL standa fyrir opnum kynningum á Lífeyrisviti  sem auglýstar verða sérstaklega.  Þær kynningar eru ætlaðar minni hópum og áhugasömum einstaklingum. 

Með Lífeyrisviti er lögð áhersla á að einstaklingar kynni sér áunnin réttindi sín í Lífeyrisgáttinni og hvatt til þess að þeir leiti sér ráðgjafar hjá sínum lífeyrissjóði.