Fræðsla um erlend málefni 9. mars - fjarfundur - ZOOM

Þeim fjölgar sem eiga réttindi í fleiri en einu landi

Hreyfanleiki á vinnumarkaði er orðinn almennari en áður og á örfáum árum hefur fjölgað mikið í þeim hópi sem hefur áunnið sér réttindi hjá íslenskum lífeyrissjóðum en búa erlendis þegar þeir hefja töku lífeyris.

Jafnframt er aukning á því að Íslendingar starfi um skemmri eða lengri tíma erlendis og ávinni sér lífeyrisréttindi í öðrum löndum. Þá kjósa Íslendingar í auknu mæli að dvelja eða búa á suðlægum slóðum eftir starfslok.

Erindi frá TR og Skattinum 

Í hádegisfræðslu þriðjudaginn 9. mars kl. 12.00 – 13.15 gefst tækifæri til þess að fræðast um hvernig málum er háttað á Íslandi varðandi erlend málefni.  

Frá Tryggingastofnun verða með erindi þau Bára Jóhannesdóttir, verkefnastjóri erlendra mála og Ingvar Sverrisson, lögfræðingur.

Grein verður gerð fyrir samningum og reglum sem gilda á sviðinu og farið yfir ferli umsókna hjá TR hjá þeim sem eiga rétt erlendis og einnig þeim sem búa erlendis og eiga rétt á Íslandi.

Guðrún Ásta Sigurðardóttir, sérfræðingur í alþjóðlegri skattlagningu hjá Skattinum fer yfir helstu reglur sem gilda um skattlagningu lífeyris og reglur tvísköttunarsamninga sem Ísland hefur gert við önnur ríki.

Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins fyrirlesarar, starfsmenn LL og fulltrúar frá réttindanefnd LL á staðnum þar sem fræðslan fer fram. 

Þeir sem vilja taka þátt geta smellt á hlekkinn hér fyrir neðan þegar fundurinn hefst.

Lykilorð inn á fundinn er 523652