Lífeyrissparnaður landsmanna rúmlega 5.000 milljarðar kr.

Lífeyrissparnaður landsmanna rúmlega 5.000 milljarðar kr.

Lífeyrissparnaður nam rúmlega 5.000 milljörðum kr. við lok þriðja ársfjórðungs 2019

Fjármálaeftirlitið hefur birt upplýsingar um heildareignir samtryggingar- og séreignarsparnaðar lífeyrissjóða og sundurliðun þeirra. Miðað er við lok þriðja ársfjórðungs 2019 ásamt sambærilegum gögnum er ná aftur til þriðja ársfjóðungs 2017. 

Í upplýsingunum kemur m.a. fram að heildareignir samtryggingardeilda lífeyrissjóða námu 4.301 milljarð þann 30. september sl. og hækkuðu um nærri 46 milljarða kr. frá 30. júní sl. Erlendar eignir sjóðanna voru um 1.435 milljarðar þann 30. september sl. og nam aukningin um 4,3% eða um 59 milljörðum kr. frá öðrum ársfjórðungi. Hlutdeild erlendra eigna í eignasöfnum samtryggingardeilda lífeyrissjóðanna nam 33% af heildareignum og hefur aldrei verið meira. Sjá nánar á vef Fjármálaeftirlitsins. 

Stutt samantekt FME á þeim upplýsingum sem birtar eru má finna á hér