Merkum tímamótum í lífeyrissjóðakerfinu fagnað

Merkum tímamótum í lífeyrissjóðakerfinu fagnað

50 ára afmæli lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði

Af þessu tilefni skrifaði Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, grein í Morgunblaðinu 18. maí 2019 sem bar yfirskriftina "Merkum tímamótum í lífeyrissjóðakerfinu fagnað". 

Þar greinir Þórey frá því að 19. maí árið 1969 hafi grunnurinn verið lagður að því lífeyrissjóðakerfi sem við höfum búið við allar götur síðan. Landssamtök lífeyrissjóða vilja minnast þessa sérstaklega og beina sjónum að þessari framsýni atvinnurekenda og launafólks þess tíma að semja um skylduaðild að lífeyrissjóðum, með veglegum hætti. 

Samkomur verða haldnar í Hörpu, þriðjudaginn 28. maí og í Hofi á Akureyri 30. maí. Allir eru velkomnir!

Greinina finnur þú hér

Skráningu á viðburðina finnur þú hér