Fasteignalán til neytenda - skyldur lánveitenda og lánamiðlara

Námskeið hjá Endurmenntun HÍ - Fasteignalán til neytenda

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Meginþætti samningaréttar, stofnun samninga, umboðsreglur, túlkun og skýringu samninga og reglur um ógilda löggerninga. Farið verður yfir hvernig ferlið við kaup á fasteign gengur fyrir sig og hvernig heimildarskjölum og lánaskjölum vegna fasteigna er þinglýst. Að auki verður fjallað um grunnþætti viðskiptabréfaréttar og fjallað stuttlega um veðsetningar fasteigna og meginþætti veðréttar.
• Fasteignamarkaðinn, fasteignaskrá og helstu atriði sem snerta fasteignamat, auk fjárhagslegra þátta sem snerta ákvörðun um lánveitingar, lánakjör og aðra skilmála fjármögnunar.
• Lög nr. 118/2016 um fasteignalán til neytenda, forsögu laganna, helstu breytingar sem þau hafa í för með sér, meginefni þeirra og reglugerðir sem settar eru á grundvelli þeirra.
• Dómaframkvæmd um fasteignalán til neytenda og góða viðskiptahætti fjármálafyrirtækja.
• Lánshæfis- og greiðslumat neytenda, hvernig þau möt eru framkvæmd og hvaða þýðingu þau hafa.

Námskeiðið er ætlað starfsmönnum lánveitenda og lánamiðlara, stjórnendum og millistjórnendum og öllum öðrum sem koma að veitingu fasteignalána til neytenda, eða höndla með slík lán í störfum sínum.

Skráning á vef Endurmenntunar