Ríkissáttasemjari skipar sérstaka nefnd um starfsemi lífeyrissjóðanna

Stjórn og varastjórn Landssamtaka lífeyrissjóða samþykkti á fundi sínum 24. júní s.l. „að skipa þriggja manna nefnd óháðra, óvilhallra og hæfra einstaklinga sem fái það hlutverk að gera úttekt á fjárfestingastefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins á Íslandi í október 2008“

Sömu aðilar samþykktu jafnframt að fela ríkissáttasemjara að tilnefna þrjá einstaklinga sem skipaðir verða í nefndina.

Ríkissáttasemjari ákvað að verða við þessari ósk Landssamtaka lífeyrissjóða og hefur tilnefnt eftirtalda einstaklinga til setu í umræddri nefnd:

Hrafn Bragason, lögfræðing og fyrrverandi hæstaréttardómara, sem verður formaður nefndarinnar,

Guðmund Heiðar Frímannsson, siðfræðing og prófessor við Háskólann á Akureyri og

Katrínu Ólafsdóttur, hagfræðing og lektor við Háskólann í Reykjavík.

Nefndin hefur ráðið  Kristján Geir Pétursson, lögfræðingur sem starfsmann nefndarinnar.

Gert er ráð fyrir því að nefndin ljúki störfum með útgáfu skýrslu til stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða fyrir árslok 2010.