LL hefja vetrarstarfið af krafti eftir gott og nærandi sumarfrí
Búið er að skipa í allar fastanefndir LL en þær eru fjórar talsins: Nefnd um fjárfestingarumhverfi lífeyrissjóða, Fræðslunefnd, Réttindanefnd og Samskiptanefnd.
Vinnu- og stefnumótunarfundur stjórnar verður haldinn dagana 24. og 25. ágúst en þar verða línur lagðar fyrir starf vetrarins.
Við hlökkum til samstarfsins í vetur.
ASÍ/SA og FME hafa ólíka sýn á lagalegri stöðu tilgreindrar séreignar.
Fjármálaeftirlitið telur að það standist ekki lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða að gera það að skilyrði að tilgreind séreign skuli vera í vörslu skyldutryggingarsjóðs. SA og ASÍ eru á annarri skoðun.
Skattaafslátturinn er lykilatriði við ráðstöfun séreignarsparnaðar
Viðtal við Snædísi Ögn Flosadóttur, framkv.stjr. EFÍA og LSBÍ vegna ráðstöfunar séreignarsparnaðar til kaupa á fyrstu íbúð. Snædís var fulltrúi LL í vinnu starfshóps á vegum fjármála- og efnahagsráðherra um úrræðið.
17.08.2017 Skattamál|Viðtöl og greinar|Fréttir af LL|Kaup á fyrstu íbúð
Snædís Ögn Flosadóttir, framkv.stj. EFíA og LSBÍ og Jarþrúður Hanna Jónsdóttir, sviðsstjóri RSK kynntu úrræðið á Grandhóteli 16. ágúst.
Lögin tóku gildi 1. júlí sl. og heimila úttekt á iðgjöldum í séreignarlífeyrissjóð án skattskyldu í 10 ár samfellt.
16.08.2017 Fréttir|Viðbótarlífeyrissparnaður|Fréttir af LL|Kaup á fyrstu íbúð
Fjármálaeftirlitið telur að það standist ekki lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða að meina sjóðfélaga að fela öðrum lífeyrissjóði að ávaxta tilgreinda séreign sína en þeim sjóði sem tekur við iðgjaldi til skyldutryggingar. Þessu eru Samtök atvinnulífsins (SA) og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) ósammála.
26.07.2017 Fréttir|Greiðslur í lífeyrissjóð|Fréttir af LL|Tilgreind séreign