Allt komið á fulla ferð hjá starfsnefndum LL og vinnuhópum

Allt komið á fulla ferð hjá starfsnefndum LL og vinnuhópum

Starfsnefndir landssamtakanna hafa nú tekið til óspilltra málanna og undir þeim hinir ýmsu vinnuhópar með ákveðin afmörkuð verkefni. Meðal verkefna á borðum nefndanna eru rýni á væntanlegum breytingum á persónuverndarlöggjöfinni, gagnasamskipti lífeyrissjóðanna og fræðsluáætlun landssamtakanna, bæði inn á við og út á við, svo eitthvað sé nefnt.

Fjórar fastanefndir eru að störfum, Nefnd um fjárfestingarumhverfi lífeyrissjóða, Fræðslunefnd, Réttindanefnd og Samskiptanefnd

Eitt af verkefnunum á borði Fræðslunefndar er upplýsingagjöf um íslenska lífeyriskerfið í grunn- og framhaldsskólum landsins. Í samstarfi við Fræðslunefnd hafa landssamtökin nú látið útbúa kynningarmyndband fyrir nemendur í framhaldsskólum og elstu bekkjum grunnskóla þar sem greint er frá því helsta sem hver maður 16 ára og eldri þarf að vita um lífeyrissjóðakerfið. Myndbandið hefur fengið góðar viðtökur og hefur því verið dreift á "vefstjóra" allra sjóðanna.