Áhættunefnd

Helstu verkefni:

  • Koma faglegum sjónarmiðum og hugmyndum á framfæri í tengslum við breytingar á lögum og reglum er varða eftirlitskerfi með áhættu lífeyrissjóða.
  • Huga að forsendum fyrir tryggingafræðilegum úttektum lífeyrissjóða, eftir atvikum í samstarfi við réttindanefnd.
  • Skipuleggja málstofur, námskeið og fræðslu.

Sérstök verkefni 2024-2025:

  • Rýna tryggingafræðilega úttekt lífeyrissjóða og helstu forsendur matsins. Sérstök rýni á endurmatsreglu við mat á eignum lífeyrissjóða.
  • Rannsóknir tengdar lífeyrismálum og samstarf við Rannsóknarstofnun lífeyrismála við Háskóla Íslands (PRICE).
  • Leggja áherslu á loftslagsmál og áhrif á áhættumat lífeyrissjóða. Samræma þarf upplýsingagjöf um losun fyrirtækja og unnið verður að því í samstarfi við nefnd um fjárfestingarumhverfi lífeyrissjóða.
  • Rýni á gagnamál lífeyrissjóða og hvernig hægt er að auka skilvirkni í gagnaöflun og skýrslugjöf, m.a. til eftirlitsaðila. Jafnframt að huga að rannsóknum er viðkoma lífeyriskerfinu eftir atvikum í samstarfi við fleiri aðila s.s. háskólasamfélagið.