Réttindanefnd

Helstu verkefni:

  • Yfirfara og hafa frumkvæði að breytingum á lögum og reglum um tryggingafræðileg uppgjör og réttindabreytingar.
  • Beita sér fyrir stefnumörkun um framtíðarskipan lífeyrisgreiðslna og verkaskiptingu lífeyrissjóða og Tryggingastofnunar ríkisins.
  • Huga að samræmdum reglum og vinnulagi milli lífeyrissjóða þar sem þess gerist þörf, s.s. með setningu leiðbeinandi reglna.

 Sérstök verkefni 2019-2020:

  • Beita sér varðandi mótun á framtíðarskipan á samspili greiðslna almannatrygginga og lífeyrissjóða, bæði varðandi tekjutengingar ellilífeyris og víxlverkanir á greiðslum örorkulífeyris.
  • Fylgjast með þeim þáttum sem áhrif hafa á tryggingafræðilega stöðu lífeyrissjóða, s.s. örorkulíkur og breytingar á lífslíkum.
  • Ljúka vinnu við samningu nýrra draga að uppfærðu Samkomulagi um samskipti lífeyrissjóða. Ber þar að leggja áherslu á samræmingu og einföldun þeirra þátta sem snúa að sameiginlegri meðhöndlun mála.
    • Fylgja eftir öllum þeim þáttum sem varða nýjar persónuverndarkröfur.
    • Fylgja eftir málum er varða skiptingu ellilífeyrisréttinda.

Nefndarmenn: 

Þóra Jónsdóttir, formaður
Árni Hrafn Gunnarsson
Einar Ingimundarson
Haukur Jónsson
Jóna Finndís Jónsdóttir
Kristján Geir Pétursson
Margrét Kristinsdóttir
Ólafur Páll Gunnarsson
Ólafur K. Ólafs
Berglind Guðmundsdóttir (í fjarveru Rutar Valgeirsdóttur sem er í fæðingarorlofi)
Sigfús Eysteinsson
Vala Rebekka Þorsteinsdóttir