Nefnd um fjárfestingarumhverfi lífeyrissjóða
Helstu verkefni:
- Koma faglegum sjónarmiðum og hugmyndum á framfæri í tengslum við breytingar á lögum og reglum er við koma fjárfestingarumhverfi lífeyrissjóða.
- Skipuleggja málstofur, námskeið og fræðslu.
Sérstök verkefni 2022-2023:
- Gefa út skýrslu er varðar mögulega aðkomu lífeyrissjóða að innviðafjárfestingum.
- Gjaldeyrisáhætta og fyrirhugaðar breytingar á núverandi þaki á fjárfestingar í erlendri mynt. Unnið í samstarfi við áhættunefnd LL.
- Huga að innleiðingu á reglum um ábyrg fjárfestingarsjónarmið (UFS).
- Skipuleggja fræðslu og/eða eftir atvikum málþing um málefni er varða starfssvið nefndarinnar.
- Ljúka gerð starfsreglna nefndarinnar og skila til stjórnar.
- Rýna núverandi fjárfestingarumhverfi sjóðanna og þær áskoranir sem fylgja lækkandi vaxtastigi.