Nefnd um fjárfestingarumhverfi lífeyrissjóða

Helstu verkefni:

  • Koma faglegum sjónarmiðum og hugmyndum á framfæri í tengslum við breytingar á lögum og reglum er við koma fjárfestingarumhverfi lífeyrissjóða.
  • Skipuleggja málstofur, námskeið og fræðslu.

Sérstök verkefni 2021-2022:

  • Gjaldmiðlamál og núverandi þak á erlendar fjárfestingar sjóðanna. Unnið í samstarfi við áhættunefnd LL.
  • Ganga frá skýrslu, sem langt er komin, er varðar mögulega aðkomu lífeyrissjóða að innviðafjárfestingum.
  • Huga að innleiðingu á reglum um ábyrg fjárfestingarsjónarmið (UFS).
    • Fylgja eftir hugsanlegu samstarfi við Climate Investment Coalition (CIC)
  • Skipuleggja fræðslu og/eða eftir atvikum málþing um málefni er varða starfssvið nefndarinnar.
  • Ljúka gerð starfsreglna nefndarinnar og skila til stjórnar.
  • Rýna núverandi fjárfestingarumhverfi sjóðanna og þær áskoranir sem fylgja lækkandi vaxtastigi.

Nefndarmenn:

Ólafur Sigurðsson, formaður  
Arne Vagn Olsen  
Baldur Snorrason  
Björn Hjaltested Gunnarsson  
Davíð Rúdólfsson  
Elísabet Þórey Þórisdóttir  
Haraldur Yngvi Pétursson  
Helga Indriðadóttir  
Jóhann Steinar Jóhannsson  
Jón L. Árnason  
Jón Otti Jónsson  
Soffía Gunnarsdóttir  
Svandís Rún Ríkarðsdóttir  
Tómas N. Möller