Sjálfbærnivegferð lífeyrissjóða

Sjálfbærnivegferð lífeyrissjóða

Seðlabanki Íslands og Landssamtök lífeyrissjóða héldu sameiginlega málstofu um sjálfbærnivegferð lífeyrissjóða og EES-rétt á Grand hótel þann 1. mars 2022. 

Málstofan var vel sótt og voru flutt mörg áhugaverð framsöguerindi.  Allir sem tóku þátt voru á staðnum nema Mikken Svenstrup, CIO hjá danska lífeyrissjóðnum ATP sem er stærsti lífeyrissjóður Danmerkur. Hann fjallaði um hvernig ATP byggir sjálfbærnimarkmið inn í fjárfestingarstefnu sjóðsins og tók dæmi um hvernig sjóðurinn fjárfestir til lengri tíma í fyrirtækum sem eru að hefja vegferð í átt að minni útblæstri og grænni afurðum.

Að loknum framsöguerindum voru vinnustofur:

  • Umboðið, hlutverk, skyldur og tækifæri lífeyrissjóða. Umsjón, Tómas N. Möller og Helga Melkorka Óttarsdóttir.

  • Tól og tæki í sjálfbærni, innleiðing UFS í fjárfestingarferli og eigendastefnu.

Eftir að vinnustofum lauk voru pallborðsumræður um efni vinnustofanna.   

Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri var með lokaorð og samantekt frá deginum. 

Mikil ánægja var meðal þátttakenda á málstofunni og ljóst að um afar mikilvægt verkefni er að ræða sem aðeins er rétt að byrja. 

Dagskrá og kynningar sem voru fluttar: