Are pension funds boring?

Are pension funds boring?

Eru lífeyrismál óspennandi?

- mætum sjóðfélaganum  þar sem hann er staddur

Snædís Ögn Flosadóttir, framkvæmdastjóri EFÍA, Eftirlaunasjóðs Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Lífeyrissjóðs starfsmanna Búnaðarbanka Íslands h.f., hélt á dögunum erindi á alþjóðlegri ráðstefnu undir fyrirsögninni "Are pension funds boring?"

Ráðstefnugestir í HaagRáðstefnan er alþjóðleg og haldin árlega. Að þessu sinni í Haag í Hollandi dagana 30. október til 1. nóvember. Ráðstefnan er á vegum Pension & Investments og gengur undir nafninu World Pension Summit. Þarna voru saman komnir stjórnendur úr "lífeyrisheiminum" öllum, flestir frá Evrópu en einnig voru þátttakendur frá Ástralíu, Suður Afríku, Mexikó, Malasíu, Bandaríkjunum, Japan og fleiri löndum.

Erindin á ráðstefnunni snertu á öllum helstu þáttum í málefnum lífeyrissjóða s.s. rekstri, eignastýringu, tækniþróun og ESG (environmental, social and governance) sem fékk mjög mikið vægi líkt og á sambærilegum ráðstefnum í dag. Einnig var rætt um hvernig best væri að virkja sjóðfélaga, stjórnarhætti og fjármálalæsi.

Erindi Snædísar féll undir fjármálalæsishlutann og það hvernig hægt er að bæta fjármálalæsi. 

Erindið hét því skemmtilega nafni: 

Are pension funds boring?

- Improving financial literacy by stepping in at relevant milestones in our members live

Aaron Walker-Duncan frá Kanada, Birtish Columbia Pension Corporation, flutti erindi um sama efni frá sjónarhóli Kanada. Í lokin voru bæði í pallborði og svöruðu spurningum ráðstefnugesta.

Í erindi sínu sagði Snædís m.a. frá verkefninu Fjármálaviti og vakti þátttaka lífeyrissjóðanna í því verkefni mikla athygli. Hún greindi einnig frá því hvernig fræðslu er háttað eftir að skóla lýkur og þá hvernig sjóðirnir sjálfir bjóða sjóðfélögum sínum fræðslu þegar að töku lífeyris kemur.

Glærur Snædísar

Hluti nemenda sem tóku þátt í Evrópukeppni í fjármálalæsi 2018.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?