Fundur Samtaka sparifjáreigenda og Landssamtaka lífeyrissjóða

Samtök sparifjáreigenda og Landssamtök lífeyrissjóða héldu sameiginlegan hádegisfund á Grand Hótel í dag undir yfirskriftinni "Hvað er betra í dag en í gær?" Hvað hefur reynslan kennt okkur og hvernig erum við að nýta okkur þann lærdóm? Höfum við gert þær breytingar sem nauðsynlegar eru til að mæta mjúklega næstu niðursveiflu eða er enn verk að vinna?

Frummælendur voru Loftur Ólafsson, forstöðumaður eignastýringar hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum sem flutti erindi sitt "Fjárfestingar og lærdómur", Bolli Héðinsson, hagfræðingur og formaður Samtaka sparifjáreigenda sem ræddi um úrræði sem fjárfestar mögulega hafa til að sporna við endurteknum ofurlaunum og kaupaukum og Jóna Finndís Jónsdóttir, áhættustjóri hjá Stapa lífeyrissjóði, sem flutti erindið "Svo lengi lærir sem lifir - Breytingar í verklagi við fjárfestingar og eftirfylgni hjá lífeyrissjóðum".

Fundarstjóri var Svana Helen Björnsdóttir.

Frummælendur voru síðan allir í pallborði og svöruðu spurningum sem brunnu á fundargestum.

IMG_4625IMG_4639IMG_4595IMG_4622

Hægt er að nálgast glærur frummælenda hér:

Loftur Ólafsson, "Fjárfestingar og lærdómur"
Bolli Héðinsson, "Úrræði sem fjárfestar mögulega hafa til að sporna við endurteknum ofurlaunum og kaupaukum.
Jóna Finndís Jónsdóttir, "Svo lengi lærir sem lifir - Breytingar í verklagi við fjárfestingar og eftirfylgni hjá lífeyrissjóðum.