Haldinn var kynningar- og samráðsfundur þar sem farið var yfir nokkur áhugaverð málefni sem verið hafa í deiglunni. Erindin voru fjölbreytt en eiga það sameiginlegt að varða lífeyrissjóðakerfið með einum eða öðrum hætti. Fundurinn var fyrst og fremst upplýsingafundur en að sama skapi gafst gott færi á að ræða hin ýmsu mál og skiptast á skoðunum.
Landssamtök lífeyrissjóða – almenn kynning á starfsemi samtakanna og helstu niðurstöðum úr viðhorfskönnun Maskínu.
- Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri LL - glærur
Fyrning lífeyrisréttinda. Kynning á helstu niðurstöðum álitsgerðar þar sem farið er yfir álitamál er viðkoma fyrningu lífeyrisréttinda og hvort tilefni sé til breytinga.
- Víðir Smári Petersen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands - glærur
Lífeyrissjóðir og lífskjör eldra fólks. Kynntar voru bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar um þróun lífskjara og lágtekjuhlutfalla eldri borgara.
- Kolbeinn Hólm Stefánsson, dósent á félagsvísindasviði Háskóla Íslands - glærur
Fjármálastöðugleiki. Kynning á helstu efnisþáttum úr riti Seðlabanka Íslands, Fjármálastöðugleiki 2025/2 - glærur
- Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika
- Flóki Halldórsson, framkvæmdastjóri á fjármálastöðugleikasviði
Fundurinn var vel sóttur og skapaðist lífleg umræða um efni erindanna.