Morgunverðarfundur um Mercer lífeyrisvísitölu

Ísland var í ár í fyrsta sinn með í alþjóðlegri lífeyrisvísitölu Mercer - CFA Institute og voru niðurstöðurnar gerðar opinberar þriðjudaginn 19. október. Ísland fékk A einkunn og var í efsta sæti af þeim 43 ríkjum sem tóku þátt. Vísitalan metur heildarstyrk lífeyriskerfa út frá 3 meginþáttum, nægjanleika, sjálfbærni og trausti og var Ísland efst í flokkunum nægjanleiki og sjálfbærni

Hér má sjá frétt sem Landssamtökin birtu um niðurstöður Mercer - CFA Institute vísitölunnar fyrir Ísland. 

Umræðufundur um niðurstöður og framtíðarsýn

Landssamtök lífeyrissjóða boða af þessu tilefni til morgunverðarfundar þar sem farið verður yfir helstu niðurstöður vísitölunnar og kallað eftir viðbrögðum frá hagaðilum sem hafa áhrif á áframhaldandi þróun kerfisins. Fundurinn verður haldinn á Grand hóteli miðvikudaginn 27. október og hér fyrir neðan má sjá dagskránna en nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn. 

Dagskrá

8:00 - 8:30   Morgunverður

8:30 - 8:35   Setning  - Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri LL

8:35 - 9:00   Yfirferð yfir helstu niðurstöður - Stefán Halldórsson, verkefnastjóri LL

9:00 - 9:30   Innlegg frá fulltrúum nokkurra hagaðila um núverandi stöðu og framtíðarþróun 

9:30 - 10:00 Almennar umræður og fyrirspurnir

 

Fundarstjórn: Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur

 

Smelltu hér til að skrá þig á fundinn