Sjóðfélagalán lífeyrissjóða

Fræðslunefnd LL stóð fyrir hádegisfræðslufundi þann 2. desember sl. Að þessu sinni var farið yfir sögu sjóðfélagalána á Íslandi og helstu kosti og galla verðtryggðra- og óverðtryggðra lána. Glærur frá fundinum má finna hér að neðan ásamt samantekt Stefáns Halldórssonar á sögu sjóðfélagalána og Bryndísar Ásbjarnardóttur um hvað verðbólga er og hvaða áhrif hún hefur á sparnað og lán heimilanna.

Saga sjóðfélagalána: glærur.

Kostir og gallar verðtryggðra og óverðtryggðra lána: samantekt.