Þrjú lönd með öflug lífeyriskerfi

Ísland, Holland og Danmörk, efstu löndin í Mercer lífeyrisvísitölunni

Þann 13. október var haldin ráðstefna á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða þar sem fjallað var um lífeyriskerfið á Íslandi, Danmörku og Hollandi. Þessi þrjú ríki eru þau einu sem náðu A einkunn í Mercer CFA vísitölunni sem mælir styrkleika lífeyriskerfa hjá 44 löndum en niðurstöður fyrir árið 2022 voru birtar snemma í október.

Ráðstefnan var fjölsótt, bæði á staðfundi og einnig í beinu streymi. Flutt voru mörg áhugaverð erindi og í framhaldinu voru líflegar pallborðsumræður. Ljóst er að mörg af þeim úrlausnarefnum sem blasa við íslenska lífeyriskerfinu eru þau sömu og Hollendingar og Danir eru að vinna í. Kerfin eru þó að mörgu leyti ólík að uppbyggingu og þessar þrjár þjóðir geta lært margt hver af annarri varðandi þróun lífeyriskerfa í framtíðinni. 

Dagskrá og kynningar sem voru fluttar: