"Vel á minnst, lifeyrisgattin.is er frábærlega vel gert tól..."

Hælir Lífeyrisgáttinni í hástert

LEB - Landssamband eldri borgara fagnar í ár 30 ára afmæli sínu. Í tilefni tímamótanna gefur félagið út afmælisrit þar sem meðal efnis er áhugavert viðtal við fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarna Benediktsson, sem Atli Rúnar Halldórsson tók.

Í viðtalinu fer ráðherrann víða um kjör eldri borgara, sýn hans á hlutverk lífeyrissjóðanna annars vegar og hlutverk almannatrygginga hins vegar og samanburðinn við önnur lönd. Viðtalið er aðgengilegt á bls. 10.

Undir lok viðtalsins kemur Lífeyrisgáttin til tals. 

"...fyrir skömmu kannaði ég lífeyrisréttindin mín í Lífeyrisgáttinni. Þar sá ég á einum stað lífeyrisréttindin mín, jafnvel réttindi sem sumarvinna á námsárunum skilaði. Vel á minnst, lifeyrisgattin.is er frábærlega vel gert tól og notadrúgt. Lífeyrissjóðakerfið á þakkir skildar fyrir að hafa búið það til".