Fréttir og á döfinni

Lífeyrissjóðirnir gengu til liðs við verkefnið Fjármálavit í vor

Öllum 10. bekkjum í grunnskólum landsins er boðið að fá heimsókn Fjármálavits. Nemendur leysa verkefni og spjalla um fjármál og eru heimsóknirnar skólunum að kostnaðarlausu. Lífeyrissjóðirnir taka nú í fyrsta skipti þátt í verkefninu og ríkir mikil tilhlökkun meðal starfsfólks sjóðanna.
readMoreNews

Einyrkjar hafa meira frelsi en launafólk

Einyrkjar (sjálfstætt starfandi fólk) hafa mun meira val en launþegar um að velja sér lífeyrissjóð og hve mikið þeir greiða í lífeyrissjóð. Hver er réttindastaða einyrkja gagnvart lífeyrissjóðum og hvernig er hún frábrugðin stöðu launamanns? Á Lífeyrismál.is er leitast við að svara því og meðal annars byggt á samtali við Arnald Loftsson, framkvæmdastjóra Frjálsa lífeyrissjóðsins, sem segir einyrkja hafa tilhneigingu til þess að reikna sér lág laun.
readMoreNews

Nýr framkvæmdastóri Stapa lífeyrissjóðs

Jóhann Steinar Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs. Hann tekur við starfinu af Inga Björnssyni sem hefur látið af störfum fyrir sjóðinn.
readMoreNews

Rannsóknarsjóður Öldrunarráðs Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum

Umsóknarfrestur er til og með 10. október 2017.
readMoreNews

Umræða um rekstrarkostnað lífeyrissjóðanna og stöðu Framtakssjóðs Íslands

Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða var gestur Kastljóss 30. ágúst.
readMoreNews

LL hefja vetrarstarfið af krafti eftir gott og nærandi sumarfrí

Búið er að skipa í allar fastanefndir LL en þær eru fjórar talsins: Nefnd um fjárfestingarumhverfi lífeyrissjóða, Fræðslunefnd, Réttindanefnd og Samskiptanefnd. Vinnu- og stefnumótunarfundur stjórnar verður haldinn dagana 24. og 25. ágúst en þar verða línur lagðar fyrir starf vetrarins. Við hlökkum til samstarfsins í vetur.
readMoreNews

Ólík afstaða um tilhögun á tilgreindri séreign

ASÍ/SA og FME hafa ólíka sýn á lagalegri stöðu tilgreindrar séreignar. Fjármálaeftirlitið telur að það standist ekki lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða að gera það að skilyrði að tilgreind séreign skuli vera í vörslu skyldutryggingarsjóðs. SA og ASÍ eru á annarri skoðun.
readMoreNews

Skattaafslátturinn er lykilatriði við ráðstöfun séreignarsparnaðar

Viðtal við Snædísi Ögn Flosadóttur, framkv.stjr. EFÍA og LSBÍ vegna ráðstöfunar séreignarsparnaðar til kaupa á fyrstu íbúð. Snædís var fulltrúi LL í vinnu starfshóps á vegum fjármála- og efnahagsráðherra um úrræðið.
readMoreNews

Nýtt úrræði um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð

Snædís Ögn Flosadóttir, framkv.stj. EFíA og LSBÍ og Jarþrúður Hanna Jónsdóttir, sviðsstjóri RSK kynntu úrræðið á Grandhóteli 16. ágúst. Lögin tóku gildi 1. júlí sl. og heimila úttekt á iðgjöldum í séreignarlífeyrissjóð án skattskyldu í 10 ár samfellt.
readMoreNews
Þorbjörn Guðmundsson, stjórnarformaður Landssamtaka lífeyrissjóða í viðtali á RÚV mánudaginn 31. júlí.

Erill vegna viðbótarframlags launagreiðenda. Málið tekið fyrir í kvöldfréttum RÚV

Hægt er að ráðstafa hækkuninni hvenær sem er í samtryggingu eða tilgreinda séreign.
readMoreNews