Fréttir og á döfinni

Nýjar OECD-tölur sýna að rekstrarkostnaður íslenskra lífeyrissjóða er með því lægsta sem þekkist

Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður lífeyrissjóða á Íslandi var tæplega 6,4 milljarðar króna árið 2016 samkvæmt samantekt Fjármálaeftirlitsins. Samanlagðar eignir sjóðanna voru um 3.300 milljarðar króna í árslok 2016.
readMoreNews

Lífeyrissjóðir stuðla að því að lækka langtímavexti

Því er oft haldið fram að vegna ávöxtunarviðmiðs lífeyrissjóðanna séu vextir háir á Íslandi. Þetta byggir á misskilningi en fullyrða má að sjóðirnir hafi gegnt lykilhlutverki í að efla sparnað og stuðla að lækkun langtímavaxta á markaði með kaupum á markaðsskuldabréfum og lánum til sjóðfélaga. Það sést best þegar kjör á lánum til húsnæðiskaupa eru borin saman. Vextir sem lífeyrissjóðirnir bjóða sínum sjóðfélögum á slíkum lánum eru þeir lægstu á markaðinum í dag.
readMoreNews

Fyrirlestur Kristján Guy Burgess um ábyrgar fjárfestingar & siðferðileg viðmið

LL stóðu fyrir fyrirlestri um ábyrgar fjárfestingar á á Grandhóteli 19. október 2017.
readMoreNews

Samfélagslega ábyrgar fjárfestingar og siðferðileg viðmið

LL standa fyrir hádegisfundi á Grandhóteli fimmtudaginn 19. október þar sem Kristján Guy Burgess, ráðgjafi, heldur fyrirlestur um samfélagslega ábyrgar fjárfestingar og siðferðileg viðmið. Boðið verður upp á léttan hádegisverð. Allir velkomnir en skráning er nauðsynleg á https://www.lifeyrismal.is/skraning. Sjá einnig Fundir, ráðstefnur og málþing á síðu landssamtakanna.
readMoreNews
Í móttöku Gildis lífeyrissjóðs. Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri og Nanna Þórarinsdóttir og Ásbjörg Hjálmarsdóttir móttökuritarar.

„Sprenging“ í sjóðfélagalánum!

„Sjóðfélagalánum hefur fjölgað svo mjög hjá okkur að líkja má við sprengingu. Furðu margir virðast reyndar ekki vita að lífeyrissjóðir láni til húsnæðiskaupa en fleiri og fleiri átta sig nú á því að þessi lán eru þau hagstæðustu á markaðinum. Eftirspurnin eykst í samræmi við það.“ segir Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, í viðtali á Lífeyrismál.is.
readMoreNews

Allt komið á fulla ferð hjá starfsnefndum LL og vinnuhópum

Starfsnefndir landssamtakanna hafa nú tekið til óspilltra málanna og undir þeim hinir ýmsu vinnuhópar með ákveðin afmörkuð verkefni. Meðal verkefna á borðum nefndanna eru rýni á væntanlegum breytingum á persónuverndarlöggjöfinni, gagnasamskipti lífeyrissjóðanna og fræðsluáætlun landssamtakanna, bæði inn á við og út á við, svo eitthvað sé nefnt.
readMoreNews

Birgitta Braun rak sig hastarlega á að „kerfin tala ekki saman“

Fjöldi fólks flytur til Íslands erlendis frá og Íslendingar fara utan og setjast að. Ástæða er til að kynna sér vel regluverk og kerfi almannatrygginga og lífeyrismála í nýju búsetulandi. Það getur nefnilega komið til umtalsverður munur á túlkun og/eða framkvæmd mála. Lífeyrismál.is bregða upp einu slíku sem er í senn bæði nístandi og átakanlegt.
readMoreNews

Starfsfólk lífeyrissjóðanna setur sig í stellingar fyrir verkefnið Fjármálavit

Leiðbeinendur á vegum lífeyrissjóðanna eru í startholunum og tilbúnir til að leggja sitt að mörkum til að fræða nemendur í efstu bekkjum grunnskólanna um fjármál og sparnað. Þeir bætast nú í hóp yfir 200 leiðbeinenda á vegum SFF. Allir geta gerst leiðbeinendur. Ef þú hefur áhuga þá hafðu samband við rakel@ll.is.
readMoreNews

Starfsgetumat, staða og næstu skref

Morgunfundur VIRK starfsendurhæfingarsjóðs og Öryrkjabandalags Íslands á Grandhótel 4. október kl. 8:30 - 12:00.
readMoreNews

Tvær nýjar vefsíður sem auðvelda fólki að skilja húsnæðislánamarkaðinn

Vefsíðurnar herborg.is og aurbjorg.is gera fólki kleift að bera saman vaxtakjör og aðrar upplýsingar um íbúðalán
readMoreNews