Evrópukeppni í fjármálalæsi
Fjármálavit, verkefni um eflingu fjármálalæsis í efstu bekkjum grunnskólans sem Landssamtök lífeyrissjóða eru aðilar að, stóð nýverið fyrir "Fjármálaleikunum" þar sem nemendum í 10. bekkjum grunnskóla landsins gafst kostur á að spreyta sig á spurningum er tengjast ýmsum hliðum fjármála, þ.á m. lífeyrismálum. Austurbæjarskóli var hlutskarpastur og hlýtur að launum 100 þúsund krónur og miða fyrir tvo fulltrúa skólans ásamt kennara til Brussel til að taka þátt í Evrópukeppni í fjármálalæsi 8. maí nk.
21.03.2018
Fréttir