Tvö erlend rannsóknarteymi birta árlega skýrslur með samanburði á lífeyriskerfum nokkurra tuga landa og raða þeim upp eftir einkunnum. Skýrslurnar nefnast Allianz Pension Sustainability Index og Melbourne Mercer Global Pension Index.
Ísland er ekki í hópi samanburðarlanda í skýrslunum tveimur.
Hér á eftir fer stutt lýsing á aðferðafræði og einkunnagjöf þessara skýrslna og leitast verður við að meta hvernig Ísland kæmi út í þeim samanburði.
Melbourne Mercer heimsvísitala lífeyriskerfa er vegið meðaltal einkunna fyrir þrjá undirþætti: Nægjanleika (40%), sjálfbærni (35%) og traust (25%).
| Nægjanleiki (Adequacy) 40% | Sjálfbærni (Sustainability) 35% | Traust (Integrity) 25% | 
| Réttindi | Þátttaka | Regluverk | 
| Sjóðsöfnun | Heildareignir | Stjórnun | 
| Skattahagræði | Iðgjöld | Verndun | 
| Hönnun kerfis | Lýðfræði | Upplýsingamiðlun | 
| Vaxtareignir | Ríkisskuldir | Kostnaður | 
Af umfjöllun skýrslunnar um styrkleika og veikleika í hverjum þessara þátta má ráða að Ísland myndi fá háa einkunn í þeim öllum og líklega ná inn í eitt af efstu sætunum eða a.m.k. topp 10 af 27 löndum..
Styrk íslenska kerfisins má lýsa þannig:
Sá þáttur sem mögulega gætu dregið einkunnina niður er:
Verndun - Þessi liður metur hættuna á að sjóðfélagar fái ekki þann lífeyri sem þeir gera nú ráð fyrir. Lagaákvæði um skerðingu vegna tryggingarfræðilegrar stöðu koma þar til álita. Einnig má gera ráð fyrir að hin mikla tekjutenging í almannatryggingakerfinu dragi einkunnina niður.
Allianz sjálfbærnivísitala lífeyriskerfa er vegið meðaltal undirþátta sem skiptast í þrjá flokka og fær núverandi staða 75% stuðul en fyrirséðar breytingar 25%.
| Undirþáttur | Núverandi staða (75%) | Fyrirséðar breytingar (25%) | 
| Lýðfræði | Hlutfall aldraðra | Breytingar á hlutfalli til 2050 | 
| Lífeyriskerfi | Lífeyrishlutfall almannatrygginga (stoðir 0 og 1) og hve hátt hlutfall vinnandi fólks nýtur lífeyris | Breytingar á lífeyrishlutfalli | 
| Opinber og raunverulegur lífeyristökualdur | Umbætur sem komnar eru í lög | |
| Styrkur lífeyriseigna sem hlutfall af landsframleiðslu | ||
| Opinber fjármál | Hlutfall lífeyris af landsframleiðslu | Breytingar á hlutfalli lífeyris af landsframleiðslu til 2050 | 
| Hlutfall ríkisskulda af landsframleiðslu | ||
| Þörf á félagslegri aðstoð | 
Af umfjöllun skýrslunnar um styrkleika og veikleika í hverjum þessara þátta má ráða að Ísland myndi fá háa einkunn í öllum þáttunum og líklega ná inn í eitt af efstu sætunum eða a.m.k. topp 10 af 54 löndum.
Styrk íslenska kerfisins má lýsa þannig:
Ekki er að sjá að veikleikar myndu lækka einkunnina mikið. Það er helst að mikil tekjutenging almannatrygginga gæti talist veikleiki og e.t.v. einnig hve ört hlutfall aldraðra hækkar á komandi áratugum.
| Mercer (27 lönd) | Allianz (54 lönd) | 
| 1. Danmörk (80,5) | 2. Danmörk (7,93) | 
| 2. Holland (80,1) | 3. Svíþjóð (7,81) | 
| 5. Svíþjóð (71,4) | 4. Holland (7,75) | 
| 11. Bretland (60,1) | 11. Bretland (7,20) | 
Mælikvarðarnir sem þessi þekktu rannsóknateymi leggja á gæði lífeyriskerfa benda til þess að Ísland standi mjög framarlega í þessum efnum. Æskilegt væri að stuðla að því að stofnanirnar tækju Ísland inn í útreikninga sína, en smæð landsins kann að torvelda það. Mercer reiðir sig að hluta á greiningu starfsmanna sinna í viðkomandi landi, en er ekki með starfsstöð á Íslandi.