3.4 Árlegur kostnaður lífeyrissjóða ásamt óbeinum fjárfestingargjöldum

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur undanfarið unnið að athugunum á birtingu óbeinna fjárfestingargjalda sjóðanna til að auka gagnsæi og gæði gagna.  Óbeinn fjárfestingarkostnaður felur m.a. í sér gengismun og árangurstengdar þóknanir sem reiknaðar eru af ávöxtun fjárfestinga.