Sumarstörf

Hér fást svör við nokkrum mikilvægum spurningum sem hafa ber í huga hjá þeim sem eru að byrja vinna. 

  • Þarf að sækja um viðbótarlífeyrissparnað?

    Já, það þarf að sækja um og gera samning við vörsluaðila lífeyrissparnaðar.
    Ef skipt er um vinnu er mikilvægt að hafa samband við vörsluaðila lífeyrissparnaðarins og gera nýjan samning.  

    Meira um viðbótarlífeyrissparnað 

  • Hvað er viðbótarlífeyrissparnaður?

    Hægt er að velja um að greiða 2% eða 4% af heildarlaunum sínum í viðbótarlífeyrissparnað til viðbótar við skylduiðgjald. Á móti greiðir launagreiðandi að jafnaði 2% viðbótarframlag sem er bein launahækkun.
    Allir ættu að nýta sér þennan hagstæða sparnað, sérstaklega ungt fólk sem getur ráðstafað því sem búið er að safna í viðbótarlífeyrissparnað sem skattfrjálsa innáborgun við kaup á fyrstu íbúð.

    Meira um viðbótarlífeyrissparnað 

  • Hvert er hlutverk lífeyrissjóða?

    Lífeyrissjóðir hafa það hlutverk að taka við iðgjöldum sjóðfélaga, ávaxta þau og greiða lífeyri.
    Iðgjöld í lífeyrissjóð veita réttindi til ellilífeyris og einnig áfallatryggingu sem getur verið örorkulífeyrir, makalífeyrir eða barnalífeyrir.

    Meira um lífeyrissjóði 

  • Get ég valið lífeyrissjóð?

    Í einhverjum tilfellum er hægt að velja um lífeyrissjóð en það fer eftir kjarasamningum og/eða sérlögum ef við á.

    Meira um lífeyrissjóði 

    Upplýsingar um alla lífeyrissjóði 

  • Þarf ég að greiða í lífeyrissjóð?

    Já, öllum á aldrinum 16 – 70 ára ber skylda til að greiða í lífeyrissjóð af launum sínum. 
    Meira um lífeyrissjóði