Kaup á fyrstu íbúð

Fólk getur nú notað viðbótarlífeyrissparnaðinn sinn, skattfrjálst, til kaupa á fyrstu íbúð. Viðbótarlífeyrissparnaður er einn besti sparnaður sem í völ er á í dag. Ráðgjafar hjá lífeyrissjóðnum þínum aðstoða þig.

 • Hvernig nýtist viðbótarlífeyrissparnaður við kaup á fyrstu íbúð?

  • Fyrstu kaupendur geta notað viðbótarlífeyrissparnað til að spara fyrir útborgun, greiða inn á lán eða fara blandaða leið og greiða inn á lán og lækka greiðslubyrði óverðtryggðra lána.
  • Hámarksfjárhæð á hvern einstakling á ári er 500 þúsund. 
  • Heimilt er að nýta viðbótarlífeyrissparnað við kaup á fyrstu íbúð í samfleytt 10 ár.
  • Sótt er um á vefsíðu ríkisskattstjóra.

   

 • Er einhver hámarksfjárhæð?

  Já, hámarksfjárhæð á hvern einstakling er 500 þúsund krónur á ári, samfleytt í 10 ár.

 • Nýtist viðbótarlífeyrissparnaðurinn bara fyrir útborgun?

  Nei, viðbótarlífeyrissparnaðurinn nýtist einnig til að greiða inn á lán eða fara blandaða leið og greiða inn á lán og lækka greiðslubyrði óverðtryggðra lána.

 • Er hægt að nýta viðbótarlífeyrissparnað til að greiða niður sjóðfélagalán?

  Eingöngu þeir sem kaupa íbúð í fyrsta skipti geta notað viðbótarlífeyrissparnað til að greiða inn á lán eða spara fyrir útborgun. Þeir geta einnig farið blandaða leið og greitt inn á lán og lækkað þar með greiðslubyrði óverðtryggðra lána.

  Hámarksfjárhæð á hvern einstakling á ári er 500 þúsund.

  Heimilt er að nýta viðbótarlífeyrissparnað við kaup á fyrstu íbúð í samfleytt 10 ár.

  Sótt er um á vef Ríkisskattstjóra.