Kaup á fyrstu íbúð

Fólk getur nú notað viðbótarlífeyrissparnaðinn sinn, skattfrjálst, til kaupa á fyrstu íbúð. Viðbótarlífeyrissparnaður er einn besti sparnaður sem í völ er á í dag. Ráðgjafar hjá lífeyrissjóðnum þínum aðstoða þig.

 • Hvernig nýtist viðbótarlífeyrissparnaðurinn við kaup á fyrstu íbúð?

  • Nýverið samþykkti Alþingi lög sem gera einstaklingum kleift að nota viðbótarlífeyrissparnað (séreignarsparnað), skattfrjálst, til kaupa á fyrstu íbúð. Úrræðið tekur gildi 1. júlí 2017.  
  • Fólk getur notað viðbótarlífeyrissparnaðinn til að spara fyrir útborgun, greiða inn á lán eða fara blandaða leið og greiða inn á lán og lækka greiðslubyrði óverðtryggðra lána.
  • Hámarksfjárhæð á hvern einstakling á ári er 500 þúsund og fyrir par 1 milljón. 
  • Heimilt er að nýta viðbótarlífeyrissparnaðinn í 10 ár.
  • Sótt er um á vefsíðu ríkisskattstjóra.

  Hafðu sambandband við lífeyrissjóðinn þinn og fáðu ráðgjöf. 

   Sjá einnig:
  Lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð (vefur Alþingis)

   

 • Er einhver hámarksfjárhæð?

  Já, hámarksfjárhæð á hvern einstakling er 500 þúsund krónur á ári.

 • Nýtist viðbótarlífeyrissparnaðurinn bara fyrir útborgun?

  Nei, viðbótarlífeyrissparnaðurinn nýtist einnig til að greiða inn á lán eða fara blandaða leið og greiða inn á lán og lækka greiðslubyrði óverðtryggðra lána.

 • Hvert á ég að snúa mér?

  Hafðu samband við lífeyrissjóðinn þinn og fáðu nánari upplýsingar.