Fylgstu með lífeyrisréttindum þínum á sjóðfélagavef hjá þínum sjóði, innskráning er með rafrænum skilríkjum. Þegar þú hefur skráð þig inn kemur fram hverjar ellilífeyrisgreiðslur verða í starfslok miðað við áframhaldandi greiðslur.
Hér er útskýrt hvernig þú getur þú séð réttindi hjá öllum lífeyrissjóðum.
Ef þér sýnist að væntanlegur lífeyrir verði ekki nægur þarf að spara aukalega til að ná settu marki. Þá borgar sig að byrja sem fyrst að leggja fyrir.
Með greiðslum í lífeyrissjóð ávinna sjóðfélagar sér eftirfarandi réttindi.
Meginhlutverk lífeyrissjóða er að greiða ellilífeyri til æviloka. Ellilífeyrisgreiðslur lífeyrissjóða eru yfirleitt stærsti hluti tekna á eftirlaunaárunum og þess vegna eru réttindi í lífeyrissjóðum afar mikilvæg.
Já, þú ferð á sjóðfélaga vef þess lífeyrissjóðs sem þú ert að greiða og skráir þig inn með rafrænum skilríkjum, þá sérðu réttindi þín í þeim sjóði. Því næst hakar þú við að kallað sé eftir réttindum í öðrum sjóðum, þá sérðu öll réttindi þín við mismunandi aldur á töku lífeyris. Hér er myndband sem útskýrir hvernig hægt er að fá yfirsýn um öll réttindi.
Þegar kemur til töku lífeyris er nægilegt að sækja um hjá einum sjóði þar sem í gildi er sérstakt samkomulag um samskipti milli lífeyrissjóða. Almennt ber að sækja um hjá þeim sjóði sem síðast var greitt til og verður þá umsóknin send áfram til annarra sjóða.
Lífeyrisréttindi eru ekki flutt á milli sjóða. Lífeyrissjóðirnir hafa ákveðnar reglur um samskipti sín á milli. Þegar kemur að töku lífeyris er því nægjanlegt að senda inn umsókn til þess sjóðs sem síðast var greitt til og sér hann um að senda umsóknina áfram til annarra sjóða sem greitt hefur verið í.
Já, lífeyrisgreiðslur eru verðtryggðar. Hjá flestum lífeyrissjóðum breytist upphæð lífeyris til samræmis við breytingar á vísitölu neysluverðs. Hjá sumum sjóðum reiknast lífeyrir sem hlutfall af launum og hækkar því í samræmi við launahækkanir.
Lífeyrisréttindin miðast við þau iðgjöld sem greidd eru í sjóðinn.
Samkvæmt lögum eiga lífeyrissjóðir að tryggja lágmarkslífeyri sem nemur 56% af þeim launum sem greitt er af í lífeyrissjóð í mánaðarlegan ellilífeyri til æviloka, miðað við að iðgjald hafi verið greitt í 40 ár. Sama lágmark á við um örorkulífeyri en makalífeyrir skal a.m.k. vera 50% af lágmarkstryggingaverndinni. Barnalífeyrir er yfirleitt föst fjárhæð sem ekki er háð launum sjóðfélagans.
Margir lífeyrissjóðir veita meiri réttindi en þá lágmarkstryggingavernd sem tilskilin er í lögum, annaðhvort í samtryggingu eða í séreign.
Réttindi eru misjöfn eftir lífeyrissjóðum. Lög um lífeyrissjóði skilgreina hver skuli vera lágmarkstryggingavernd lífeyrissjóða. Flestir lífeyrissjóðir eru með vefsíður þar sem finna má upplýsingar um réttindi sem þeir veita. Nákvæmustu upplýsingar um réttindi fást í samþykktum viðkomandi lífeyrissjóðs.
Flestir lífeyrissjóðir veita sjóðfélögum sínum hagstæð lán gegn veði í fasteign. Lánareglur og kjör eru mismunandi milli sjóða.
Nei. lífeyrissjóðir greiða ekki lífeyri vegna atvinnuleysis.