Samkvæmt lögum ber sjálfstæðum atvinnurekendum að greiða að lágmarki 12% af reiknuðu endurgjaldi í lífeyrissjóð.
Þeir geta greitt umfram þessa lágmarksskyldu ef þeir kjósa svo.
Frekari upplýsingar er að finna hjá sjóðunum sjálfum. Tengill á alla sjóðina.
Iðgjöldin á að greiða mánaðarlega. Gjalddagi iðgjalda er 10. dagur næsta mánaðar eftir að laun eru greidd. Eindagi er síðasti dagur greiðslumánaðar. Ef iðgjöld greiðast eftir eindaga reiknast dráttarvextir frá gjalddaga.
Launamenn og sjálfstætt starfandi geta greitt allt að 4% af heildarlaunum sínum sem viðbótariðgjöld til lífeyrissparnaðar.
Í flestum kjarasamningum er samið um að launagreiðendur greiði 2% af launum starfsmanna sinna sem mótframlag við viðbótarlífeyrissparnað þeirra, enda sé framlag launamanns a.m.k. 2%.