Ný tegund séreignar til aðgreiningar frá hinum frjálsa séreignarsparnaði. Sjóðfélagi getur valið að ráðstafa allt að 3,5% skylduiðgjalds í samtryggingarsjóð eða í séreignarsjóð. Ef ekkert er valið fer upphæðin í samtryggingu.
Með kjarasamningum ASÍ og SA frá því í janúar 2016 hækkaði framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði á almennum vinnumarkaði í þrepum upp í 3,5%. Iðgjaldið er nú 15,5%. Sjóðfélagar hafa val um að setja þetta aukna framlag að hluta eða að öllu leyti í svokallaða tilgreinda séreign.
Hér er ekki um að ræða "venjulegan" séreignarsparnað og sjóðfélagar verða að taka sjálfir upplýsta ákvörðun um hvort þeir vilji fara þessa leið. Sé ekkert valið rennur iðgjaldið í samtryggingardeild og eykur þar með tryggingarréttindi.
Allir sem starfa á almennum vinnumarkaði og heyra undir kjarasamning ASÍ og SA frá því í janúar 2016.
Í báðum tilfellum geta sjóðfélagar valið ávöxtunarleiðir.
Já. Með ráðstöfun iðgjalds í tilgreinda séreign ávinnst ekki, hvað þau iðgjöld snertir, réttur til ævilangs ellilífeyris, né örorku- og makalífeyris með framreikningi.
Fáðu fréttabréfið okkar sent beint í innboxið þitt.
Með því að skrá netfangið þitt samþykkir þú skilmála okkar.