Samkvæmt 4. mgr. 19. gr. laga nr. 129/1997 er heimilt að endurgreiða iðgjöld erlendra ríkisborgara við brottflutning frá Íslandi að því gefnu að það sé ekki bannað samkvæmt milliríkjasamningum sem Ísland er aðili að.
Ísland er nú þegar með milliríkjasamninga við yfir þrjátíu ríki sem hér verða nefnd samningsríki. Samningsríkin eru Bandaríkin, Kanada og EES ríkin, auk Sviss þ.e. öll EFTA- og ESB ríkin.
Sá sem er með ríkisborgararétt í samningsríki, getur ekki sótt um endurgreiðslu iðgjalda vegna brottflutnings frá Íslandi.
Ef einstaklingur er með ríkisfang í tveimur eða fleiri löndum er ekki heimilt að endurgreiða iðgjöld nema bæði eða öll ríkisföng séu utan samningsríkja.
Samningar á milli landa nánar á heimasíðu tr.is
Sérreglur um breska ríkisborgara
Sérreglur gilda um breska ríkisborgara sem voru með ríkisborgarrétt í samningsríki til 1. janúar 2021 þ.e. meðan Bretland var enn hluti af ESB. Heimilt er að endurgreiða iðgjöld vegna janúar 2021 og síðar, til breskra ríkisborgara sem flutt hafa til Íslands og hafið störf á Íslandi 1. janúar 2021 eða síðar.
Þeir sem búa á Íslandi og eiga möguleg lífeyrisréttindi erlendis sækja um í gegnum Tryggingastofnun www.tr. sem er tengistofnun á Íslandi við aðrar sambærilegar stofnanir erlendis. Tryggingastofnun sendir umsókn áfram til viðeigandi stofnunar erlendis og annast samskipti við stofnunina.
Á þetta við þau lönd sem eru hluti af EES samningnunum sjá löndin hér
Einnig hefur Ísland gert milliríkjasamninga við önnur ríki og annast þá Tryggingastofnun samskipti við sambærilegar tengistofnanir erlendis sjá nánar hér
Í mars 2019 var gerður samningur um almannatryggingar milli Íslands og Bandaríkjanna (Norður Ameríku) þannig að nú sækja einstaklingar um réttindi sín með því að snúa sér til viðeigandi stofnanna í hvoru landi um sig og fá aðstoð við umsóknir sjá nánar hér
Innan EES landanna og þeirra ríkja sem Ísland hefur gert milliríkjasamninga við virkar það á sama hátt þannig að ef einstaklingur býr erlendis og á möguleg réttindi á Íslandi þá hefur hann samband við tengistofnun Tryggingastofnunar í viðkomandi landi. Dæmi; ef einstaklingur býr í Svíþjóð þá hefur hann samband við Pensionsmyndigheten ef hann ætlar að sækja um t.d. ellilífeyri á Íslandi. Pensionsmyndigheten sem er sambærileg stofnun og TR sendir umsóknina til TR sem framsendir síðan umsóknina áfram til lífeyrissjóða á Íslandi.
Breskir ríkisborgarar sem voru búsettir á Íslandi fyrir 1. janúar 2021 þ.e. meðan Bretland var enn hluti af ESB geta ekki óskað eftir endurgreiðslu iðgjalda við flutning úr landi.
Hinsvegar er heimilt að endurgreiða iðgjöld til breskra ríkisborgara sem flutt hafa til Íslands og hafið störf á Íslandi 1. janúar 2021 eða síðar.
Réttindi sem áunnin voru fyrir Brexit hjá íslenskum lífeyrissjóðum eru geymd og greiðast út samkvæmt þeim reglum sem giltu til 1. janúar 2021.
Iðgjöld sem hafa myndast eftir þann tíma er heimilt að endurgreiða við flutning úr landi.
Réttur til svokallaðs framreiknings á örorkulífeyri fellur niður á einu ári eftir flutning ásamt barnalífeyri. Hafi sjóðfélagi unnið sér inn rétt til framreiknings við brottflutning frá landinu tekur það sex mánuði að virkja þau réttindi aftur eftir að iðgjaldagreiðslur hefjast að nýju.
Þú heldur áunnum réttindum en missir rétt á framreikningi örorkulífeyris. Því kann að vera ráðlegt að skoða með viðbótartryggingar.
Það fer eftir lögum og reglum í viðkomandi löndum. Mikilvægt er að kynna sér vel reglur dvalarlands og hvort nauðsynlegt kunni að vera að fá sér viðbótartryggingar.
Hægt er að gera það en vegna skattareglna borgar sig almennt ekki að greiða í lífeyrissjóð á Íslandi meðan dvalið er erlendis. Á Íslandi er iðgjald frádráttarbært frá skatti og tekjuskattur greiddur við útgreiðslu lífeyris. Því er ákveðin hætta á tvísköttun.