Það er að mörgu að hyggja þegar fólk flytur milli landa. Eitt af því er hvað verður um lífeyrisgreiðslur á meðan?
Lög sem giltu fyrir Brexit varðandi útgreiðslu iðgjalda gilda til 1. janúar 2021.
Þannig að áunnin réttindi fyrir Brexit hjá íslenskum lífeyrissjóðum eru geymd og greiðast út samkvæmt þeim lögum sem giltu til 1. janúar 2021.
Nei, það er ekki heimilt að endurgreiða íslenskum ríkisborgurum iðgjöld, hvorki í samtryggingarsjóðum, né af viðbótarlífeyrissparnaði.
Áunnin réttindi varðveitast hjá þeim sjóði eða sjóðum sem þú hefur greitt til. Þegar til töku lífeyris kemur þarf að sækja um.
Þegar útlendingar flytja úr landi er heimilt að greiða þeim út iðgjöld sín, en það á eingöngu við ríkisborgara landa utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og N-Ameríku við varanlegan flutning.
Réttur til svokallaðs framreiknings á örorkulífeyri fellur niður á einu ári eftir flutning ásamt barnalífeyri. Hafi sjóðfélagi unnið sér inn rétt til framreiknings við brottflutning frá landinu tekur það sex mánuði að virkja þau réttindi aftur eftir að iðgjaldagreiðslur hefjast að nýju.
Þú heldur áunnum réttindum en missir rétt á framreikningi örorkulífeyris. Því kann að vera ráðlegt að skoða með viðbótartryggingar.
Það fer eftir lögum og reglum í viðkomandi löndum. Mikilvægt er að kynna sér vel reglur dvalarlands og hvort nauðsynlegt kunni að vera að fá sér viðbótartryggingar.
Hægt er að gera það en vegna skattareglna borgar sig almennt ekki að greiða í lífeyrissjóð á Íslandi meðan dvalið er erlendis. Á Íslandi er iðgjald frádráttarbært frá skatti og tekjuskattur greiddur við útgreiðslu lífeyris. Því er ákveðin hætta á tvísköttun.