Fræðslumál

Landssamtök lífeyrissjóða eru aðilar að fjármálalæsisverkefninu Fjármálaviti sem er í eigu Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF). Frá og með haustinu 2018 verða samtökin með fræðsluefni í framhaldsskólum landsins í samstarfi við ASÍ.

Starfsfólk lífeyrissjóðanna leggur sitt að mörkum til að fræða nemendur um mikilvægi þess að vera vel læs á fjármál.